Fræðslustefna

Verkmenntaskóli Austurlands leggur áherslu á og styður starfsfólk í því að sækja sér fræðslu og þjálfun sem eykur hæfni og ánægju þess í starfi og gerir það færari í að takast á við ný og síbreytileg verkefni.

Markmið með þessu er tvíþætt. Annars vegar að stuðla að því að starfsfólk viðhaldi þekkingu sinni og hins vegar að gefa starfsfólki tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.

Fræðslan þarf að byggja á þörfum skólans/nemenda, en einnig þarf að taka tillit til óska og þarfa starfsfólks. Það er á ábyrgð starfsfólks sem og stjórnenda að viðhalda og bæta fagþekkingu og aðra sérþekkingu sem nauðsynleg er starfsins vegna og til að þróast í starfi.

Starfsfólk skal sýna frumkvæði við að nýta sér fræðslu og möguleika til starfsþróunar. Starfsfólk er hvatt til þess að nýta sér styrki til endurmenntunar hjá stéttarfélagi sínu.

Síðast uppfært 25. maí 2021