Tilgangur stöðuprófa er að gera viðkomandi kleift að sanna þekkingu sína í tiltekinni grein eða á tilteknu sviði. Með
þessum hætti geta nemendur fengið viðurkennda þekkingu og reynslu sem þeir búa yfir og ekki hefur verið aflað með hefðbundnum hætti
í skóla og stytt þannig námstíma sinn til lokaprófs. Þeir sem ganga undir stöðupróf greiða sannanlegan kostnað vegna
prófanna. Menntamálaráðuneytið felur framhaldsskólum framkvæmd stöðuprófa. Stöðupróf verða haldin a.m.k. einu sinni
á ári í bóklegum og verklegum greinum eftir því sem tilefni er til. Nemendur skólans taka stöðupróf í Menntaskólanum
við Hamrahlíð og eru þau venjulega haldin í ágúst og desember-janúar ár hvert.