Mötuneyti

Í heimavistinni er rekið mötuneyti í glæsilegum matsal fyrir vistarbúa og aðra nemendur skólans. 

Vistarbúar eru sjálfkrafa skráðir í fimm daga fæði: morgunmat, hádegismat og kvöldmat (ath. ekki er kvöldmatur á föstudögum).

Á haustönn 2021 verður mataráskrift eingöngu í boði fyrir nemendur á starfsbraut. Öðrum nemendum býðst að kaupa klippikort.

Er þetta gert vegna þess að takmarkanir á skólastarfi vegna Covid-19 geta takmarkað aðgengi nemenda að mötuneytinu.