Lokaverkefni

Lokaverkefni er áfangi sem nemendur á stúdentsbrautum taka á síðustu önn sinni við skólann. Áfanginn er hluti af hinni nýju Aðalnámskrá framhaldsskólanna.

Hægt er að útfæra verkefnin á ýmsan hátt og vinna nemendur til dæmis að ritgerðum, rannsóknum, stuttmyndum, tónlistarverki, vefsíðum o.fl. Byggt er á sjálfstæðum og fræðilegum vinnubrögðum. Undir lok annar kynna nemendur verkefni sín. 

Hér má sjá nokkur lokaverkefni sem unnin hafa verið við Verkmenntaskóla Austurlands.