Siðareglur

Formáli

Í siðareglum VA er skilgreind sú háttsemi sem allt starfsfólk skólans sýni af sér við störf sín. Kennarar í VA taka einnig mið af siðareglum KÍ.

Starfsfólki VA ber að:

  1. gegna störfum sínum af alúð og samviskusemi án tillits til eigin hagsmuna eða persónulegra skoðanna.
  2. virða réttindi nemenda og samstarfsfólks og hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi.
  3. gæta þagmælsku um atriði er það fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara. Eins skal gæta þagnaskyldu þó starfsfólk hafi látið af störfum.
  4. hafa jafnrétti allra að leiðarljósi.
  5. vinna gegn hvers konar fordómum og mismunun og hafa mannréttindi í heiðri.
  6. sýna hvert öðru fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.
  7. starfsfólk skal ekki þiggja gjafir eða fjármuni frá einstaklingum fyrirtækjum eða öðrum sem á einn eða annan hátt tengjast starfi þess. Hafa skal samráð við yfirmann ef vafi leikur á hvort starfsfólki sé heimilt að taka við gjöf.

 

Samþykkt á fundi starfsfólks þann 20. janúar 2022