Siðareglur

Kennurum og starfsfólki ber að:

  • virða réttindi nemenda og hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi, efla sjálfsmynd þeirra og sýna sérhverjum einstaklingi virðingu, áhuga og umhyggju
  • gæta trúnaðar við nemendur
  • gæta þagmælsku um einkamál nemenda og forráðamanna þeirra sem þeir fá vitneskju um í starfi
  • hafa jafnrétti allra nemenda að leiðarljósi í skólastarfi
  • vinna gegn fordómum og mismuna ekki nemendum t.d. vegna kynferðis, kynhneigðar þjóðernis eða trúarbragða
  • leitast við að vekja með nemendum virðingu fyrir umhverfinu og menningarlegum verðmætum
  • hafa samvinnu við forráðamenn eftir þörfum og gæta þess að upplýsingar sem þeir veita forráðamönnum séu áreiðanlegar og réttar
  • sýna hvert öðru fulla virðingu í ræðu, riti, tölvusamskiptum og framkomu