Verklagsreglur við móttöku nýbúa í VA

  1. Þegar innritun hefur átt sér stað er farið yfir nöfn og námsferil nemenda sem sækja um nám við skólann.
  2. Komi í ljós að nemandi er með erlent nafn og/eða ríkisfang eða hefur verið í námi erlendis er haft samband við grunnskólann sem nemandinn var í til að afla frekari upplýsinga um hvort viðkomandi nemandi þurfi sérmeðhöndlun við val á námsbraut og/eða áföngum.
  3. Ríkisfang nemandans gefur til kynna frá hvaða landi viðkomandi kemur og þess tungumáls sem hann talar. Haft er samband við umsjónarkennarann sem nemandanum er útthlutað ásamt námsráðgjafa til að skipuleggja það nám sem talið er henti fyrir nýbúann/nemandann sem um ræðir.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Eftirfylgni

Nöfn nýnema yfirfarin.

Innritunarferli í upphafi annar, maí, desember.

Áfangastjóri, námsráðgjafi.

Samskipti og samráð haft við grunnskólann sem nemendur koma úr.

Leita erlendra nemenda.

Samband haft við grunnskóla nemanda.

Áfangastjóri, námsráðgjafi.

Áfangastjóri - gerð stundarskrár.

Samskipti og viðtal við aðstandendur einstaklings með erlent ríkisfang/móðurmál.

Bakgrunnur nemanda skoðaður og metið áhugasvið hans. Samtal við foreldra og umsjónarkennara úr grunnskóla um skólavist og námsgetu.

Skólameistari, námsráðgjafi og verðandi umsjónarkennari nemanda.

Samspil verðandi kennara í öllum fögum, námsráðgjafa  og áfangastjóra.

  1. Sett er saman einstaklingsmiðuð námsskrá/stundarskrá eins og hægt er (skólinn er lítill og gæta þarf að hópastærð,  námsframboði og kennsluskiptingu við skipulagið).
  1. Farið er yfir þau námsgögn sem þegar eru til í skólanum og reynt að leggja mat á hvort/hverju þarf að bæta við og/eða hvað þarf að  kaupa til að uppfylla þörf nemandans um námsgögn og hjálpartæki við námið.
  2. Samráðsfundir eru skipulagðir milli fagaðila sem koma til með að annast og fylgjast með námi nemandanns sem og heimilisins.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Eftirfylgni

Setja saman stundarskrá nemanda.

Stundarskrá nemanda samin í samræmi við óskir hans eins og hægt er og í samræmi við námsframboð á hverjum tíma.

Áfangastjóri, námsráðgjafi, umsjónarkennari nemanda.

Skólameistari, mat á möguleika m.t.t. fjárhagsstöðu skólans á hverjum tíma

Finna námsgögn við hæfi nemendans

Samráð kennara í námsgreinum nemandans  – námsefni kannað, upplýsinga leitað

Námsráðgjafi og kennarar  þeirra námsgreina sem nemandi stundar nám í.

Skólameistari metur stuðning við nemann. Ber ábyrgð á  sam­skiptum  við heimilið í samráði við námsráðgj.

Skipulag á vinnu með og fyrir nemandann.

Fundir hlutaðeigandi kennara skipulagðir til samráðs og eftirfylgni

Námsráðgjafi og umsjónarkennari.

Skólameistari.

  1. Lögð er áhersla og mat á að nemandinn falli sem best inn í nemendahópa þar sem íslenska er töluð. Stutt er  við nám nemandans eins og unnt er. Mikilvægt er að ætla honum ekki of mikið nám í byrjun. Einnig að hafa samfellu í stundarskrá hans sem kostur er.
  2. Foreldrar/aðstandendur eru kallaðir á fund í skólann til samráðs og kynningar á skólanum. Þar er lögð áhersla á að þeir fái upplýsingar um starfshætti skólans, skólareglur, dagatal og viðburði.  Foreldrar upplýstir um það sem nemandanum stendur til boða í námsráðgjöf, skólahjúkrun, fyrirkomulagi umsjónar og annarri þjónustu við nemandann.

 

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Eftirfylgni

Aðlögun

Settur upp stuðningur í bekknum fyrir nemann. Stuðlað að tengslum við íslenska nemendur

Umsjónarkennari og kennarar í hverri námsgrein og

samnemendur.

Samráðsfundur um gengi nemandans í tengslum við skjólfundi 4x á önn.

Kynning á starfssemi skólans í víðum skilningi með eða án túlks, húsnæði og aðstöðu.

Upplýsingarfundur fyrir foreldra þar sem farið er yfir starfshætti  og þjónustu sem nemanum stendur til boða. Húsnæði skólans kynnt.

Skólameistari, námsráðgjafi, umsjónarkennari,

Húsvörður.

Haft samband við heimilið og málum fylgt eftir – námsráðgjafi.

Skipulag um nemandann

Sett upp fundaráætlun og allar upplýsingar teknar saman sem gagnast aðstandendum.

Námsráðgjafi.

Skólameistari, námsráðgjafi og umsjónarkennari fara yfir málin.

 

  1. Félagslíf nemenda í skólanum er kynnt og reynt að tryggja að nemandinn hafi tækifæri til að taka þátt í því eins og áhugi hans stendur til.
  2. Þá eru aðrir þættir kynntir  fyrir nemandanum og aðstandendum eins og tómstundir, íþróttaaðstaða og íþróttaæfingar, einnig tónlistarnám, björgunarsveitarstarf og annað sem nemandinn kann að hafa áhuga og löngum til að taka þátt í. Haldin er skrá yfir öll samskipti við heimilið og aðstandendur til að hægt sé að kalla þau fram ef þurfa þykir.

 

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Eftirfylgni

Aðlögun nemandans

Kynna fyrir nemanda starfssemi (NIVA) nemendafélags VA, sem og önnur tómstundartækifæri

Félagslífsfulltrúi, umsjónarkennari, stjórn NIVA

Námsráðgjafi fylgist með og tryggir að allt komist til skila

Aðlögun nemanda að ytra samfélagi skólans

Kynna möguleika á tómstundum og íþróttaiðkun. Skráning allra samskipta við heimili nemandans

Stuðningsnemendur, umsjónarkennari veitir samanteknar skráðar upplýsingar um ytri þætti samfélagsins til nemanda og heimilis

Námsráðgjafi og umsjónarkennari nemandans.

Stjórnir félagasamtaka ef nemandi er virkur þar