Mat á tónlistarnámi

Samkvćmt Ađalnámsskrá tónlistarskólana eru áfangaprófin ţrjú, grunnpróf, miđpróf og framhaldspróf. Fyrir ţessa áfanga í tónlistarnáminu eru veittar

Mat á tónlistarnámi í Verkmenntaskóla Austurlands

Samkvæmt Aðalnámsskrá tónlistarskólana eru áfangaprófin þrjú, grunnpróf, miðpróf og framhaldspróf. Fyrir þessa áfanga í tónlistarnáminu eru veittar einingar sem gilda fyrir val og kjörsvið í framhaldsskólunum. Til að fá einingar metnar þarf að skila inn staðfestingu frá Prófanefnd tónlistarskólanna um að prófi sé lokið. Einnig fást metin undanfararpróf að hverju áfangaprófi en þau próf staðfestist með þar til gerðu prófskírteini frá viðokmandi tónskóla/tónlistarskóla. Ekki er nauðsynlegt að þreyta undanfararpróf fyrir áfangaprófin. Sá sem er búinn með grunnpróf fær 6 einingar óháð því hvort undanförum G 1. og G 2. sé lokið eða ekki. Það sama gildir fyrir mið– og framhaldspróf.  Upplýsingar um áfangaprófin er að finna í aðalnámsskrám hvers hljóðfæris fyrir sig og um undanfararprófin í námsskrá tónskólanna (tónlistarskólanna).

Einingar í Verkmenntaskóla Austurlands fyrir nám í tónskólum /tónlistarskólum

Grunnpróf – 6 einingar

  • G 1 - undafari að gunnprófi                                                       1 ein – HFL101
  • G 2 - undanfari að grunnprófi                                                   1 ein – HFL111
  • Grunnpróf                                                                               4 ein  - HFL202, HFL302

Miðpróf – 8 einingar

  • M 1 - undafari að miðprófi                                                         2 ein - HFL402
  • M 2 - undafari að miðprófi                                                         2 ein – HFL422
  • Miðpróf                                                                                     4 ein – HFL504                                 

Framhaldspróf – 12 einingar

  • F 1 – undanfari að framhaldsprófi                                     4 ein – HFL604
  • Framhaldspróf                                                                8 ein – HFL708

Svćđi