Mat á tónlistarnámi

Nám í viðurkenndum tónlistarskólum sem prófað er af prófanefnd tónlistarskóla er metið samkvæmt sérstökum reglum og fellur undir val í námsferli.

Nemandi sem lýkur grunnprófi í tónlistarnámi fær það metið sem 10 einingar á fyrsta hæfniþrepi og nemandi sem lýkur miðprófi í tónlistarnámi fær það metið sem 14 einingar á öðru hæfniþrepi.

Til að fá einingar metnar þarf nemandi að skila inn staðfestingu um að prófi sé lokið.