Heimildavinna

Verkmenntaskóli Austurlands gerir þá kröfu á að nemendur sínir temji sér vönduð vinnubrögð við meðferð heimilda og annarra gagna sem aflað er til skriflegra verkefna. Í verkefnum þar sem unnið er með heimildir er gerð krafa um að nota nýjustu útgáfu APA heimildakerfisins (APA 7. útgáfa). APA -heimildaskráningakerfið er þróað af Samtökum sálfræðinga í Bandaríkjunum (American Psychological Association) og er ætlað að skapa verklagsreglur um hvernig vitnað er til heimilda og tilvísana í skriflegum verkefnum.

Hér að neðan eru gagnlegir hlekkir varðandi heimildaskráningu og er nemendum bent á að nýta sér þessar vefsíður við vinnslu verkefna. 

APA-kerfið 

APA kerfið - Ritver Háskóla Íslands

APA staðall - Háskólinn í Reykjavík

APA Heimildaskráning og tilvísanir