Námsráðgjöf

Hlutverk námsráðgjafa Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er að standa vörð um velferð nemenda og vera málsvari þeirra innan skólans. Nemendur geta leitað til námsráðgjafa í trúnaði. Námsráðgjafi er til staðar fyrir nemendur og er tilbúin til að leiðbeina þeim í öllum þeim málum sem geta haft áhrif á námsframvindu þeirra. Námsráðgjafi aðstoðar nemendur við að finna sínar eigin lausnir í þeim málum er hamla þeim í námi.

Það er eitt af markmiðum námsráðgjafa að samstarf heimilis og skóla sé sem öflugast þannig að hægt sé að vinna saman að velferð nemenda. Nemendur og foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að hafa samband við námsráðgjafa ef eitthvað bjátar á sem þeir telja að geti hamlað þeim í námi, stórt eða smátt.

   Náms- og starfsráðgjafi VA:

   Guðný Björg Guðlaugsdóttir

   gudnybjorg@va.is