Verkefnaskil

Nemendur skila verkefnum eftir tilmælum kennara um skilafrest. Eftir að skiladegi lýkur hafa kennarar 15 kennsludaga til að ljúka yfirferð og skila yfirförnu verkefni eða prófi til nemenda. Kennara er heimilt að veita frest á skilum við ákveðnar aðstæður og er það metið hverju sinni. Kennara er einnig heimilt að lækka einkunn ef verkefni er skilað of seint og/eða neita að taka við verkefni sem er skilað of seint.