Heimavist

Heimavistin er staðsett við Nesgötu 40 í Neskaupstað.

Á vistinni eru 29 tveggja manna herbergi, hvert með sér baði. Gott aðgengi er fyrir einstaklinga með fötlun og eitt herbergi er sérútbúið með þarfir einstaklinga með fötlun í huga. Ein lítil íbúð er á vistinni sem ætluð er fjölskyldufólki. Á hverjum herbergisgangi er eldhúskrókur með örbylgjuofni og ísskáp. Í sameiginlegu rými er setustofa, sjónvarp, poolborð, borðtennisborð, matsalur og rúmgott anddyri.

Gjaldskrá heimavistar og mötuneytis má sjá hér.

Heimavistarreglur

Ákveðnar umgengnisreglur eru viðhafðar og kröfur gerðar til nemenda um tillitssemi og góða umgengni. Hér má lesa heimavistarreglur. 

Húsaleigusamningar

Húsaleigusamningar eru gerðir við alla nemendur við upphaf dvalar á heimavist. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára skrifa einnig undir húsaleigusamninginn og því er mikilvægt að forráðamenn fylgi nemendum á vistina þegar dvöl hefst. Sé ekki hægt að koma því við er mikilvægt að ganga frá samningi áður en dvöl hefst. 

Opnunartími
 • Heimavistin er opnuð kl. 16:00 á sunnudögum
 • Heimavistinni er lokað kl. 17:00 á föstudögum 
 • Lokað er um helgar

Við upphaf annar er heimavistin opnuð seinnipart dags, daginn áður en kennsla hefst.

Umsjón á heimavist - tengiliðir

Nemendaumsjón:

 • Stefán Þór Eysteinsson - stefane@va.is - s. 866-1186
  • Sunnudagar - fimmtudagar kl. 17:00 - 08:00
Húsvarsla:
 • Björgúlfur Halldórsson - bubbi@va.is - s. 895-0166
  • Mánudagar - föstudagar kl. 08:00 - 17:00
Skólameistari:
 • Lilja Guðný Jóhannesdóttir - lilja@va.is - s. 848-3607
Aðstoðarskólameistari (staðgengill skólameistara):
 • Karen Ragnarsdóttir - karen@va.is - s. 847-7996
Mötuneyti
Matfélagið
 • Hákon Guðröðarson - hildibrand@hildibrand.com - s. 477-1950