Heimavist

Heimavist er rekin við Verkmenntaskóla Austurlands og er hún ætluð nemendum á aldrinum 16 – 20 ára sem stunda fullt staðnám við skólann. Nemendur sem stunda starfsnám í staðnámi geta sótt um að vera lengur á heimavist til að ljúka námi sínu.

Heimavistin er staðsett við Nesgötu 40 í Neskaupstað.

Á vistinni eru 29 tveggja manna herbergi, hvert með sér baði. Gott aðgengi er fyrir einstaklinga með fötlun og eitt herbergi er sérútbúið með þarfir einstaklinga með fötlun í huga. Á hverjum herbergisgangi er eldhúskrókur með örbylgjuofni og ísskáp. Í sameiginlegu rými er setustofa, sjónvarp, poolborð, borðtennisborð, matsalurog rúmgott anddyri.

Mötuneyti

Á heimavistinni er glæsilegur matsalur með einstöku útsýni og er þar rekið mötuneyti fyrir nemendur. Í mötuneytinu er boðið upp á morgun- og hádegismat alla virka daga og kvöldmat mánudaga - fimmtudaga. Allir vistarbúar eru sjálfkrafa skráðir í fullt fæði í mötuneyti þegar óskað er eftir dvöl á heimavist og er það ekki valkvætt, þar sem ekki er eldunaraðstaða í boði fyrir nemendur. 

 • Morgunverður: 7:45 - 10:00 
 • Hádegisverður: 11:30- 12:30 
 • Kvöldverður: 18:00 - 19:00

Gjaldskrá heimavistar og mötuneytis má sjá hér. 

Heimavistarreglur

Ákveðnar umgengnisreglur eru viðhafðar og kröfur gerðar til nemenda um tillitssemi og góða umgengni. Hér má lesa heimavistarreglur

Á heimavistinni fer fram rafræn vöktun með eftirlitsmyndavélum í öryggis- og eignavörsluskyni. Um er að ræða myndbandsupptökur án hljóðs. Myndavélarnar eru staðsettar í sameiginlegum rýmum, s.s. í anddyrum, miðrýmum og göngum. Hér má lesa nánar um verklagsreglur skólans um rafræna vöktun.

Húsaleigusamningar

Húsaleigusamningar eru gerðir við alla nemendur við upphaf dvalar á heimavist. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára skrifa einnig undir húsaleigusamninginn og því er mikilvægt að forráðamenn fylgi nemendum á vistina þegar dvöl hefst. Sé ekki hægt að koma því við er mikilvægt að ganga frá samningi áður en dvöl hefst. 

Opnunartími heimavistar

 • Heimavistin er opnuð kl. 16:00 á sunnudögum
 • Heimavistinni er lokað kl. 17:00 á föstudögum 
 • Lokað er um helgar

Við upphaf annar er heimavistin opnuð seinnipart dags, daginn áður en kennsla hefst.

Tengiliðir á heimavist

Nemendaumsjón / aðstoð á opnunartíma heimavistar:
 • 8:00 - 17:00       Björgúlfur Halldórsson, húsvörður - s. 895 0166
 • 17:00 - 08:00     Berglind Björk Arnfinnsdóttir - s. 845 1808
Aðrir tengiliðir: 
 • Skólameistari:
  • Eydís Ásbjörnsdóttir - eydis@va.is - s. 891-7018
 • Matfélagið
  • Hákon Guðröðarson - hildibrand@hildibrand.com - s. 477-1950

Uppsögn leigusamnings og mötuneytis:

Kjósi vistarbúi að ljúka dvöl á heimavist áður en yfirstandandi önn lýkur þarf hann að segja upp húsaleigu og er það gert í tölvupósti til skólameistara (ef vistarbúi er yngri en 18 ára þarf uppsögnin að koma frá forráðaaðila). Einnig þarf viðkomandi að segja upp mötuneytisáskrift sinni til hildibrand@hildibrand.com - hér má sjá reglur um breytingar og/eða uppsagnir á mötuneytisáskriftir.