Frávik frá prófareglum

Nemendur sem eiga við fötlun og/eða sértæka námsörðugleika að stríða, eiga eftir aðstæðum, rétt á sérstakri aðstoð við nám, próf og annað námsmat. Námsráðgjafar, að fenginni umsögn sérfræðinga, leggja mat á möguleika og leiðir skólans til þess að mæta þörfum hlutaðeigandi nemenda.


Fatlaðir og langveikir nemendur, nemendur með lesröskun (lestrar- eða skriftarörðugleika) og/eða aðra staðfesta skynjunarörðugleika geta sótt um frávik frá hefðbundnu námsmati. Þar getur m.a. verið um að ræða sérstaka samsetningu prófa, sérhönnuð próf, notkun hjálpargagna, aðstoð í prófum, munnleg próf o.fl.