Iðnmeistaranám

Iðnmeistaranámi er í stórum dráttum skipt í tvo hluta, almennan hluta og sérgreinahluta eða fagnám.  Almenni hlutinn, sem er sameiginlegur öllum iðngreinum, er kenndur í VA.  Hann skiptist í almennar bóklegar greinar og rekstrar- og stjórnunargreinar.

Fyrirkomulag kennslu:  Meðalnámstími er 3 annir.  Námið fer fram í Verkmenntaskóla Austurlands og nemendur kennt verður samkvæmt stundaskrá frá kl. 18:00 á föstudag, laugardaga og sunnudaga.  Gert er ráð fyrir að kennsla fari að einhverju leyti fram í myndkennslubúnaði VA, FAS, ME og jafnvel víðar.

 Kostnaður:  Samkvæmt reglum um öldungadeildarnám skal nemandi greiða 1/3 af kostnaði við námið.  Miðað við 15-20 nemendur í námi er kostnaður við hverja önn áætlaður u.þ.b. 40.000 kr.  Námsgögn eru greidd af nemendum eins og í öðru framhaldsnámi.

 Fagnám:  Fagnámið fer fram í móðurskólum viðkomandi iðngreina en getur verið í tengslum við VA eftir því sem um semst. 

Almennar bóklegar greinar

Íslenska ÍSL242, 252 4 ein.
Erlend tungumál ENS/DAN 212, 323 ??5 ein.
Tölvunotkun TÖL103 3 ein.
Viðskiptastærðfræði STÆ243 3 ein.
Val iðngreinar   ??10 ein

 

Stjórnunar- og rekstrargreinar

Stjórnun MST104 4 ein.
Kennsla/þjálfun MKE102 2 ein.
Rekstrarumhverfi MRU102 2 ein.
Bókhald og skjalavarsla MBS101 1 ein.
Reikningsskil MRS103 3 ein.
Valeiningar Mismunandi eftir iðngreinum 4-7 ein.