Dreifnám

Umsókn um dreifnám 

Í Verkmenntaskóla Austurlands er boðið upp á dreifnám á rafiðnbraut fyrir 20 ára og eldri.

Dreifnámið er blanda af fjarnámi og staðnámi. Fagbóklegir hlutar námsins eru í fjarnámi og verklegir hlutar sem krefjast veru í smiðjum skólans eru kenndir í vinnustofum.  Fyrir vikið er breytilegt eftir áföngum hvort og þá hversu mikið kennarar eru til taks í vinnustofum.

Smiðjur skólans eru opnar utan hefðbundins dagvinnutíma til að koma til móts við einstaklinga í dagvinnu sem vilja stunda nám með vinnu. Einnig gefst nemendum kostur á að sækja tíma með dagskólanum þegar það hentar, þá í samráði við kennara hvers áfanga.

Á haustönnum er boðið upp á dreifnám á eftirfarandi önnum námsins:

  • 1. önn, 3. önn, 5. önn - sjá nánar röðun áfanga á annir í brautarlýsingum

Á vorönnum er boðið upp á dreifnám á eftirfarandi önnum námsins:

  • 2. önn, 4. önn, 6. önn - sjá nánar röðun áfanga á annir í brautarlýsingum

 

 -----------------------------------------------------------------------------------

Ýmsir gagnlegir hlekkir:

Vinnustofur dreifnáms tímasetningar - haustönn 2025

Áfangar í dreifnáminu eru misjafnlega háðir aðstöðu á verkstæðum skólans og því er breytilegt hversu mikið kennarar í dreifnáminu eru til staðar í vinnustofum á kvöldin. Á meðan stór hluti er verklegur í sumum áföngunum þá er hægt að fjarkenna aðra að mestu eða öllu leiti.

Hér má sjá tímasetningu á vinnustofum og hvaða kennari er til taks á hverjum tíma:

  • Þriðjudagar kl. 17 - 21
    • Leifur Már Leifsson
  • Miðvikudagar kl. 17 - 21
    • 17-19 Hildur Dröfn Guðmundsdóttir
    • 19-21 Viðar Guðmundsson
  • Fimmtudagar kl. 17 - 21
    • Þórarinn Elí Helgason

Dreifnemum gefst einnig kostur á að koma í vinnustofur í dagskóla þegar það hentar og er það þá gert í samráði við kennara í viðkomandi áfanga.

Próf - fyrirkomulag

Námsmatsdagar á vorönn hefjast (með fyrirvara um breytingar) 12. desember.

Námsmatsdagatafla sem sýnir tímasetningu prófa og vinnustofa verður birt á heimasíðu skólans þegar líður á haustönn. 

Ekki er heimilt að færa próf til að öðru leyti en því að nemendur sem eru veikir þegar próf fara fram geta skráð sig í sjúkrapróf. Slík skráning þarf að fara fram sama morgun og viðkomandi próf átti að fara fram og er gert með því að hafa samband við skrifstofu skólans eða kennara áfangans.

Náms- og starfsráðgjöf

Í dreifnáminu, eins og öðru námi, er mikilvægt að stunda námið jafnt og þétt og hefjast handa strax í upphafi annar. Þetta er lykilatriði gagnvart árangri enda margir áfangar undir hjá flestum nemendum dreifnámsins.

Dreifnemar geta svo nýtt sér þjónustu námsráðgjafa VA eftir þörfum - sjá hér.

Vinnustofur í dagskóla - haustönn 2025

 

 -----------------------------------------------------------------------------------

Frekari upplýsingar um dreifnámið veita:

  • Guðný Björg Guðlaugsdóttir, áfangastjóri, gudnybjorg@va.is

  • Hildur Dröfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri rafiðndeildar, hildurdrofn@va.is