Dreifnám

Umsókn um dreifnám 

Í Verkmenntaskóla Austurlands er boðið upp á dreifnám á rafiðnbraut fyrir 20 ára og eldri.

Dreifnámið er blanda af fjarnámi og staðnámi. Fagbóklegir hlutar námsins eru í fjarnámi og verklegir hlutar sem krefjast veru í smiðjum skólans eru kenndir í vinnustofum.  Fyrir vikið er breytilegt eftir áföngum hvort og þá hversu mikið kennarar eru til taks í vinnustofum.

Smiðjur skólans eru opnar utan hefðbundins dagvinnutíma til að koma til móts við einstaklinga í dagvinnu sem vilja stunda nám með vinnu. Einnig gefst nemendum kostur á að sækja tíma með dagskólanum þegar það hentar, þá í samráði við kennara hvers áfanga.

Á haustönnum er boðið upp á dreifnám á eftirfarandi önnum námsins:

 • 1. önn, 3. önn, 5. önn - sjá nánar röðun áfanga á annir í brautarlýsingum

Á vorönnum er boðið upp á dreifnám á eftirfarandi önnum námsins:

 • 2. önn, 4. önn, 6. önn - sjá nánar röðun áfanga á annir í brautarlýsingum

 

 -----------------------------------------------------------------------------------

Ýmsir gagnlegir hlekkir:

Vinnustofur dreifnáms tímasetningar - vorönn 2024

Áfangar í dreifnáminu eru misjafnlega háðir aðstöðu á verkstæðum skólans og því er breytilegt hversu mikið kennarar í dreifnáminu eru til staðar í vinnustofum á kvöldin. Á meðan stór hluti er verklegur í sumum áföngunum þá er hægt að fjarkenna aðra að mestu eða öllu leiti.

Hér má sjá tímasetningu á vinnustofum og hvaða kennari er til taks á hverjum tíma:

 • Þriðjudagar kl. 17 - 21
  • Hjálmar Wais Joensen
 • Miðvikudagar kl. 17 - 21
  • 17-21 Daði Petersson (annan hvern miðvikudag, hefst 10. janúar)
  • 19-21 Hafliði Hinriksson (annan hvern miðvikudag, hefst 10. janúar)
  • 17-21 Hafliði Hinriksson (miðvikudaga sem Daði er ekki)
 • Fimmtudagar kl. 17 - 21
  • 17-19 Hildur Dröfn Guðmundsdóttir
  • 19-21 Viðar Guðmundsson

Dagsetningar á vinnustofum fylgja grænum dögum í skóladagatali.

Dreifnemum gefst einnig kostur á að koma í vinnustofur í dagskóla þegar það hentar og er það þá gert í samráði við kennara í viðkomandi áfanga.

Próf - fyrirkomulag

Námsmatsdagar á vorönn hefjast (með fyrirvara um breytingar) 17. maí.

Próftafla sem sýnir tímasetningu lokaprófa verður birt á heimasíðu skólans þegar líður á vorönn. Í sumum áföngum dreifnámsins eru lokapróf og fara þau fram skv. próftöflu.

Ekki er heimilt að færa lokapróf til að öðru leyti en því að nemendur sem eru veikir þegar lokapróf fara fram geta skráð sig í sjúkrapróf. Slík skráning þarf að fara fram sama morgun og viðkomandi próf átti að fara fram og er gert með því að hafa samband við skrifstofu skólans.

Náms- og starfsráðgjöf

Í dreifnáminu, eins og öðru námi, er mikilvægt að stunda námið jafnt og þétt og hefjast handa strax í upphafi annar. Þetta er lykilatriði gagnvart árangri enda margir áfangar undir hjá flestum nemendum dreifnámsins.

Dreifnemar geta svo nýtt sér þjónustu námsráðgjafa VA eftir þörfum - sjá hér.

Námsframboð í dreifnámi - haustönn 2024

 

 

 

 

 

 

 

Vinnustofur í dagskóla - vorönn 2024

 

 -----------------------------------------------------------------------------------

Frekari upplýsingar um dreifnámið veita:

 • Birgir Jónsson, aðstoðarskólameistari, birgir@va.is

 • Eydís Ásbjörnsdóttir, skólameistari, eydis@va.is