Grunnbraut hársnyrtiiðna (GBH) - 95 f-einingar

Nám í hársnyrtiiðn skiptist í grunnbraut og framhaldsbraut. Grunnbraut þarf að ljúka áður en innritast er á  framhaldsbraut hársnyrtiiðnar.

Grunnbraut er 95  einingar (framhaldsskólaeiningar) og lýkur á 2. þrepi. Meðalnámstími er þrjár annir.

Markmið brautarinnar er að ljúka almennum áföngum í skólakjarna auk þess að fá góðan grunn í fagáföngum hársnyrtingar, iðnteikningu, iðnfræði og kynnast vinnu á hársnyrtistofu.

Hársnyrtar vinna í mikilli nálægð við viðskiptavini sína og því er mikilvægt að efla samskiptafærni og getu til þess að öðlast skilning á þörfum viðskiptavina af ólíkum toga. Lögð er áhersla á gæðavitund, þjónustulund og siðfræði fagsins í víðum skilningi. Leitast er við að efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda og auka getu þeirra til samvinnu við aðra.

Að grunnnámi á 2. þrepi loknu getur nemandinn innritast á  framhaldsbraut hársnyrtiiðnar og lokið námi til burtfararprófs í hársnyrtiiðn og/eða námi til stúdentsprófs.

Inntökuskilyrði má sjá hér

 

 

 

 

 

 

F-EIN

Hárgreiðsla

HÁRG

1GB02A

 2GB02B

 2GB03C

 

7

Litur

HLIT

 GB01A

 2GB01B

 2GB01C

 

3

Klipping

HKLI

 1GB03A

 2GB03B

 2GB03C

 

9

Permanent

HPEM

 1GB02A

 2GB02B

 2GB02C

 

6

Vinnustaðanám

VINS

 1GB03

 

 

 

3

Iðnfræði

IÐNF

 1GB04

 2GB04B

 2GB04C

 

12

Iðnteikning

ITEI

 1GB05

 2GB05B

 

 

10

Íslenska

ÍSLE

 2SG05

 2BF05

 

 

10

Enska

ENSK

 2LM05

 2TM05

 

 

10

Lífsleikni

LÍFS

 1HN02

 1SJ02

 

 

4

Hreyfing

HREY

 1AI01(A)

 1AI01(B)

 1LM01(A)

 1LM01(B)

4

Líffæra- og lífeðlisfræði hár LÍFH  2GB05A        5
Náttúruvísindi NÁTT  1GR05        5
Skyndihjálp SKYN  1GR01        1
Stærðfræði STÆR  2BR05        5

 

 

 

 

 

 

95