Skólar á grænni grein

Verkmenntaskóli Austurlands var skráður í Grænfánaverkefnið haustið 2016. Formlega var ákveðið að fara í verkefnið á degi íslenskrar náttúru það ár eða 16. september. Í kjölfarið var umhverfisnefnd stofnuð en í umhverfisnefnd eru nú tveir nemendur sem koma úr nemendaráði en nýtt nemendaráð er kosið í upphafi hvers skólaárs. Einn kennari er í umhverfisnefnd, einn húsvörður, einn starfmaður ræstiteymis og einn fulltrúi foreldrafélags, kemur úr foreldraráði VA.

Fundir í umhverfisnefnd eru á ca. 2ja vikna fresti á meðan skólastarf er í gangi.

Markmið verkefnisins Skólar á grænni grein eru að:

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
  • Efla samfélagskennd innan skólans.
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.