Verkmenntaskóli Austurlands var skráður í Grænfánaverkefnið haustið 2016. Formlega var ákveðið að fara í verkefnið á degi íslenskrar náttúru það ár eða 16. september. Í kjölfarið var umhverfisnefnd stofnuð en í umhverfisnefnd eru 2-3 fulltrúar nemenda, kennari , húsvörður og stjórnandi.
Fundir í umhverfisnefnd eru á ca. 2ja vikna fresti á meðan skólastarf er í gangi.
Markmið Grænfánans er að:
efla menntun til sjálfbærni og styðja skólana við að framfylgja tilmælum heimsmarkmiða og aðalnámskrár þar um.
veita nemendum menntun, hæfni og getu til aðgerða til að takast á við málefni sjálfbærrar þróunar.
skólinn gefi nemendum tækifæri til þess að vera virkir í umhverfis- og sjálfbærnimálum, vinna með eigin hugmyndir og hafa áhrif á samfélag sitt.
efla nemendalýðræði, gagnrýna hugsun, hnattræna vitund, sköpun og samfélagskennd.
minnka vistspor skólans, nemenda og starfsfólks með viðeigandi aðgerðum.