Umhverfisstarf VA

Verkmenntaskóli Austurlands var skráður í Grænfánaverkefnið haustið 2016. Formlega var ákveðið að fara í verkefnið á degi íslenskrar náttúru það ár eða 16. september. Í kjölfarið var umhverfisnefnd stofnuð en í umhverfisnefnd eru 2-3 fulltrúar nemenda, kennari , húsvörður og stjórnandi.

Fundir í umhverfisnefnd eru á ca. 2ja vikna fresti á meðan skólastarf er í gangi.

Markmið Grænfánans er að:

  • efla menntun til sjálfbærni og styðja skólana við að framfylgja tilmælum heimsmarkmiða og aðalnámskrár þar um.
  • veita nemendum menntun, hæfni og getu til aðgerða til að takast á við málefni sjálfbærrar þróunar.
  • skólinn gefi nemendum tækifæri til þess að vera virkir í umhverfis- og sjálfbærnimálum, vinna með eigin hugmyndir og hafa áhrif á samfélag sitt.
  • efla nemendalýðræði, gagnrýna hugsun, hnattræna vitund, sköpun og samfélagskennd.
  • minnka vistspor skólans, nemenda og starfsfólks með viðeigandi aðgerðum.

Hér má finna frekari kynningu á Grænfánanum

Umhverfisnefnd

Skólaárið 2024-2025

Fulltrúar starfsfólks:

Gerður Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi

Birgir Jónsson

Joanna Katarzyna Mrowiec

Jóhann Tryggvason

Fulltrúar nemenda:

Hafrún Katla Aradóttir

Jóhanna Dagrún Daðadóttir

Myndbönd unnin af umhverfisnefnd á vorönn 2024

Verkefni unnið með skóla í Amiens í Frakklandi 2023-2024

Umfjöllun um notkun á jarðgasi

 

Umfjöllun um notkun á vatnsafli

Umfjöllun um notkun á jarðhita

Umfjöllun um notkun á olíu

Umfjöllun um almenna orkunotkun í skólanum og á heimilum

 

Greinargerðir með umsóknum um grænfána

Greinargerð með umsókn VA um grænfána 2020-2022.

Umhverfissáttmáli

Í Verkmenntaskóla Austurlands:​

  • er reglulega fræðsla um umhverfis- og jafnréttismál.​
  • er borin virðing fyrir náttúrunni, auðlindum jarðar og hvernig við nýtum orkuna.​
  • berum við virðingu fyrir okkur sjálfum, öðru fólki og umhverfinu í kringum okkur. ​
  • er borin virðing fyrir fjölbreytileika. Styrkurinn liggur í fjölbreytni ekki einsleitni.​
  • er unnið að bættu samfélagi og lífsgæðum allra.​

Ferðavenjukannanir

2023-2024