Umhverfisstarf VA

Verkmenntaskóli Austurlands var skráður í Grænfánaverkefnið haustið 2016. Formlega var ákveðið að fara í verkefnið á degi íslenskrar náttúru það ár eða 16. september. Í kjölfarið var umhverfisnefnd stofnuð en í umhverfisnefnd eru 2-3 fulltrúar nemenda, kennari , húsvörður og stjórnandi.

Fundir í umhverfisnefnd eru á ca. 2ja vikna fresti á meðan skólastarf er í gangi.

Markmið verkefnisins Skólar á grænni grein eru að:

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
  • Efla samfélagskennd innan skólans.
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

Myndbönd unnin af umhverfisnefnd á vorönn 2024

Verkefni unnið með skóla í Amiens í Frakklands 2023-2024

Umfjöllun um notkun á jarðgasi

 

Umfjöllun um notkun á vatnsafli

Umfjöllun um notkun á jarðhita

Umfjöllun um notkun á olíu

Umfjöllun um almenna orkunotkun í skólanum og á heimilum

 

Greinargerðir með umsóknum um grænfána

Greinargerð með umsókn VA um grænfána 2020-2022.

Umhverfissáttmáli

„Rekstur VA er og skal vera eins vistvænn og kostur er. Ávallt skal efla skilning nemenda, starfsmanna og annarra sem að skólastarfinu koma á umhverfi sínu ásamt því að auka virðingu fyrir náttúru landsins, auðlindum þess, orkunýtingu og endurvinnslu. Stuðla skal að menntun til sjálfbærni og lýðheilsu með heilbrigði og forvarnir í fyrirrúmi. Lýðræðisleg vinnubrögð skulu ávallt höfð að leiðarljósi í skólastarfi“.

Ferðavenjukannanir

2023-2024