Rýmingaráætlun

Rýmingaráætlun Verkmenntaskóla Austurlands (VA)
Nemendur

 

1.    Ef brunaviðvörunarkerfi skólans fer í gang skulu nemendur yfirgefa skólann hægt og fumlaust og velja auðveldustu leiðina út sé hún fær, annars skal nota neyðarútganga.

2.    Ef nemendur eru í kennslustund skulu þeir hlýða fyrirmælum kennara og halda hver í annan og halda hópinn. Kennarar taka tölvur sínar með út. 

3.  Þegar  komið er út úr skólanum eiga allir nemendur að fara í hópum í íþróttahúsið.  Ef reyk leggur yfir íþróttahúsið fara allir út fyrir skólann og á bílastæði við verkkennsluhúsið.  

4.    Þegar kennslustofa hefur verið rýmd skal kennari loka og setja stól fyrir dyrnar.

5.  Nemendur halda hópinn í hverjum áfanga, kennari endurtekur nafnakall þegar út er komið.

5.    Ef kviknar í má EKKI nota lyftuna

6.    ALDREI skal fara á móti reyk eða í gegnum reyk

 

Neyðarnúmer 112

 

Símanúmer sem gott er að vita af:

 

Skólameistari                      Eydís Ásbjörnsdóttir                                 891 7018

Áfangastjóri                        Unnur Ása Atladóttir                                696 8086

Húsvörður                            Björgúlfur Halldórsson                             895 0166

Fjármálastjóri                      Sigurborg Hákonardóttir                          893 1583

Gæðastjóri                           Birgir Jónsson                                             868 7556

 

Starfsmenn

 1.    Ef brunaviðvörunarkerfi skólans fer í gang skulu starfsmenn skólans sem ekki eru bundnir yfir nemendum yfirgefa skólann hægt og fumlaust og velja auðveldustu leiðina út sé hún fær, annars skal nota neyðarútganga

2.    Strax skal hringja í 112 og tilkynna um ástand.

    a) Húsvörður kannar stjórnstöð og hringir strax í Neyðarlínuna 112. Húsvörður upplýsir starfsfólk um alvarleika málsins, leiki vafi á hvort húsvörður sé til staðar skal starfsfólk hringja sjálft í 112.

    b) Ef ekki reynist þörf á aðstoð frá Neyðarlínu er mikilvægt að afturkalla fyrri boð.

 3.    Ef starfsmaður getur ekki slökkt eld strax með slökkvitæki eða brunaslöngu skal hann loka því rými sem eldur er laus í til að hindra útbreiðslu á reyk.

4.    Kennarar í kennslustofum bera ábyrgð á sínum hópi. Nauðsynlegt er að allar aðgerðir kennara séu framkvæmdar á rólegan og yfirvegaðan hátt til að forðast ótta og skipulagsleysi. Hann hugar að flóttaleið og velur auðveldustu leið út strax. Nemendur haldi hver í annan og gangi í röð út og þeir fylgja kennaranum þar til hann hefur tilkynnt hópinn hjá skráningaraðila.

 5.    Rými sem hefur verið tæmt skal lokað og stóll látinn fyrir dyrnar. Þessi aðgerð flýtir fyrir reykköfun og ekki frekari þörf á að leita í því.

 6.    Ef reykur er á gangi skal huga að öðrum útgönguleiðum svo sem gluggum eða bíða eftir hjálp slökkviliðs.  Reyk í stofum skal fyrirbyggja með því að troða blautum fötum undir hurðir.

7.    Skráningaraðili:  Skráningaraðili skólans skal staðsettur  úti og tekur við upplýsingum um fjölda nemenda frá hverjum kennara sem kemur út með sinn hóp og skráir líka upplýsingar annarra starfsmanna sem athuga aðra staði en stofur. Skráningaraðili er síðan tengiliður við björgunaraðila.

8.    Starfsmenn VA sjá um að rýma skólann sem hér segir og tilkynna skráningaraðila:

 

          a)    Fjármálastjóri til vara skólameistari:

kaffistofa
vinnuherbergi  kennara
salerni starfsfólks
                                                                                                                                                                       

          b)    Náms- og starfsráðgjafi til vara áfangastjóri:

ath. kennslustofur á 3. hæð

salerni á milli 2. og 3. hæðar
viðtalsherbergi á stigagangi

                                                                                                                                                                                                                                                                                                    

                 c)     Skólameistari til vara náms- og starfsráðgjafi:

snyrtingar í austurenda
nemendarými í austurenda hússins.
ath. stofu 4. og 5.                                                                                                                                           

    d)    Gæðastjóri til vara fjármálastjóri:

bókasafn

friðarherbergi

ljósritunarherbergi

1. hæð (stofur 1,2 og 3, skrifstofa kerfisstjóra)

e)    Rafiðnaðar- og trésmíðakennarar til vara aðstoðarhúsvörður:

2. hæð í verkkennsluhúsi, kennslustofur og önnur rými

f) Málmiðnaðarkennarar til vara aðstoðarhúsvörður:

1. hæð í verkkennsluhúsi, setustofa, snyrtingar og kennslustofur

 9.    Þegar  komið er út úr skólanum ganga kennarar úr skugga um að allir nemendur þeirra hafi yfirgefið skólann með því að endurtaka nafnakall. 

10. Ef nemanda vantar skal koma boðum til skráningaraðila (áfangastjóra - til vara fjármálastjóra) við inngang.

11. Þegar skráningaraðili hefur síðan tekið við skráningu frá kennara, eiga allir að fara í íþróttahúsið. Ef reyk leggur yfir íþróttahúsið, fara allir út fyrir skólann og á bílastæði við verkkennsluhús.

Rýmingaráætlun á alltaf að finna upp á vegg við innganga, í skólastofum og þar er líka að finna gátlista fyrir starfsfólk.

Neyðarnúmer 112

Slökkvilið Fjarðabyggðar aðalvaktstöð 470-9080        

Símanúmer sem gott er að vita af:                                                                                                      

Skólameistari                       Eydís Ásbjörnsdóttir                                891 7018

Áfangastjóri                          Unnur Ása Atladóttir                               696 8086

Húsvörður                             Björgúlfur Halldórsson                             895 0166

Fjármálastjóri                      Sigurborg Hákonardóttir                         893 1583

Gæðastjóri                           Birgir Jónsson                                              868 7556

Síðast breytt 14.1.2022