Erasmus+ aðild

Með nýrri Erasmusáætlun var hægt fyrir skóla að sækja um svokallaða Erasmusaðild.

Með Erasmus aðild er staðfest að skólinn/stofnunin/fyrirtækið sem sækir um hafi unnið vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf og náms- og þjálfunarferðir (mobility activities) sem hluta af stefnumörkun til framtíðar. Á vordögum 2021 sótti skólinn um aðild, bæði fyrir starfsmenntahlutann eða einnig fyrir skólahlutann. 

Þessi aðild var samþykkt og hefur skólinn nú aðild til ársins 2027 sem einfaldar aðgengi að styrkjum og möguleikum til þess að taka þátt í erlendu samstarfi.

Hér má finna viðurkenningarskjöl vegna aðildarinnar:

Starfsmenntun

Skólahluti