Skólasóknarreglur

Nemendur skulu sækja allar kennslustundir í þeim áföngum sem þeir eru skráðir í og mæta stundvíslega í tíma. Ef kennsla hefst ekki stund­vís­lega og for­föll kennara hafa ekki verið til­kynnt skulu nem­endur spyrjast fyrir um orsökina á skrif­stofu skólans.

Nemendur bera ábyrgð á eigin skólasókn[1]. Þeir geta fylgst með stöðu sinni í Innu og bera ábyrgð á að þekkja þær reglur sem gilda um skólasókn.

Kennarar skrá mætingu nemenda í kennslustundir. Komi nemandi í kennslustund eftir að viðvera hefur verið skráð er á hans ábyrgð að óska eftir skráningu á seinkomu í stað fjarvistar við kennara. Ef nemendur vilja gera athugasemdir við fjarvistaskráninguna þá koma þeir athugasemdum innan viku til viðkomandi kennara.

Einkunnir fyrir skólasókn:

Gefin er 1 eining á önn fyrir raunmætingu 90% og hærri

Eftirfylgni er með ástundun nemenda (skólasókn og vinnuframlagi/verkefnaskilum) og þeir krafðir skýringa á slakri ástundun. Kennari ræðir við nemanda ef ástundun er ábótavant í áfanga og reynir að að fá hann til að taka sig á.

Ástundun ábótavant – viðbrögð og afleiðingar

  1. Litið er á sem svo að ástundun sé ábótavant ef raunmæting er undir 85% og/eða vinnuframlag/verkefnaskil slök. Á vörðuskilum (ljósker, viti, varða) fá nemendur umsagnir um stöðu sína í hverjum áfanga. Mikilvægt er að nemendur (og forsjáraðilar ef við á) kynni sér þessar umsagnir vel og nýti þær til leiðsagnar í náminu.
  2. Ástundun ábótavant - viðbrögð á vörðuskilum:
    • Nemendur yngri en 18 ára eru boðaðir í viðtal hjá umsjónarkennara ásamt forsjáraðilum. Í sameiningu er reynt að finna ástæður þess að nemandinn stundar ekki námið eins og til er ætlast og leitað lausna.
    • Nemendur 18 – 19 ára eru boðaðir í viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa. Í sameiningu er reynt að finna ástæður þess að nemandinn stundar ekki námið eins og til er ætlast og leitað lausna.
  • Nemendur 20 ára og eldri eru hvattir til að kynna sér umsagnir vel og nýta þær til leiðsagnar. Nemendur eru hvattir til að leita aðstoðar hjá náms- og starfsráðgjafa sé þess þörf.
  1. Ástundun ítrekað ábótavant:
  • Um nemendur á öllum aldri gildir að sé ástundun ábótavant er úrbóta þörf.
    • Bæti nemandi ástundun sína er ekki fleiri aðgerða þörf.
    • Bæti nemandi ekki ástundun sína á milli vörðuskila þarf hann að skrá sig úr einum áfanga við hverja vörðu sem á eftir kemur á meðan ástundun er ábótavant. Þetta skal áfangastjóri vinna í samráði við nemandann, náms- og starfsráðgjafa sem og umsjónarkennara og forsjáraðila ef við á.
    • Komi ítrekað fram á vörðuskilum að ástundun nemanda sé ábótavant á hann ekki áframhaldandi skólavist vísa.
    • Náms- og starfsráðgjafi getur í samráði við skólameistara gert samning við nemendur um ástundun. Brjóti nemandinn samkomulagið getur komið til þess að honum verði ekki boðin áframhaldandi skólavist á næstu önn.

Annað

Ef nemendur eru ósáttir við meðferð sinna mála geta þeir vísað málinu til skólaráðs og sótt skólann þar til niðurstaða skólaráðs er fengin.

Endanleg brottvikning úr skóla vegna slakrar ástundunar er á ábyrgð skólameistara.

Veikindi

Tímabundið frávik frá skólasóknarreglum á tímum Covid-19

Við hvetjum nemendur til að tilkynna veikindi í Innu, hvort sem forráðamenn gera það eða þeir gera það sjálfir (18 ára og eldri) og setja í athugasemd hver veikindin eru. Við hvetjum nemendur til að koma ekki veikir í skólann og á meðan Covid-ástand varir setjum við veikindi á alla tilkynnta veikindadaga. Fjarvistir (F) standa en veikindi (V) kemur á móti.

Almennar reglur varðandi veikindi

  • Ætlast er til þess að nemendur geri kennurum sínum grein fyrir veikindum og öðrum fjarvistum þegar þeir mæta næst í tíma.
  • Veikindi þarf að skrá strax sama morgun í Innu. Ekki er hægt að skrá veikindi aftur í tímann.
    • Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára skrá veikindi í INNU.
  • Nemandi tekur á sig fjarvistir fyrir veikindi.
  • Ef veikindi vara lengur en einn dag geta nemendur skilað læknisvottorði til skrifstofu skólans og er þá tekið tillit til þessa þegar ástundun er skoðuð á vörðuskilum.
    • Ef læknisvottorði er skilað á skrifstofu þá þarf það að gerast innan fimm skóladaga eftir að veikindum lýkur.
  • Athugið: Í COVID-19 er tekið tillit til allra veikindadaga þegar skólasókn er skoðuð á vörðuskilum.
  • Ef samanlögð veikindi á einni önn fara fram yfir 7 skóladaga ber nemanda að gera námsráðgjafa grein fyrir aðstæðum sínum.

Leyfi

Ætlast er til að nemendur sinni persónulegum erindum sínum utan skólatíma. En samkvæmt viðmiðum um skólasókn hafa nemendur 15% fjarvistasvigrúm til að mæta fjarveru.

Þurfi nemendur að sinna heilbrigðiserindum á tíma sem rekst á við kennslustundir geta þeir staðfest erindið á skrifstofu skólans með því að skila komukvittun. Verður þá tekið tillit til þessa þegar ástundun er skoðuð á vörðuskilum.

Hægt er að sækja um leyfi til skólameistara vegna keppnis og/eða æfingaferða afreksfólks sem hefur verið valið til þátttöku og/eða undirbúnings fyrir unglingalandslið eða landslið í íþrótta-, keppnis-, list- eða starfsgrein (sbr. kafla 16.2 í Aðalnámskrá framhaldsskóla). Verður tekið tillit til þessa þegar ástundun er skoðuð á vörðuskilum.

Athugið að leyfi eru aðeins veitt frá kennslustundum en ekki frá námi.

Endanleg brottvikning úr einstökum áföngum eða úr skóla vegna lélegrar skólasóknar er á ábyrgð skólameistara. Skólameistari einn getur veitt undanþágu frá þessum reglum.

Úrsögn úr áfanga

Frestur til að skrá sig úr áfanga eða breyta vali rennur út 3 vikum frá upphafi annar. Þurfi nemandi að segja sig úr áfanga vegna sérstakra aðstæðna eftir þann tíma, þarf beiðni að berast til náms- og starfsráðgjafa. Afstaða er tekin til beiðna á fundi nemendaþjónustu VA.

Vanþekking á reglum leysir nemendur ekki undan ábyrgð.

 

Frávik frá skólasóknarreglum

Skólameistari getur veitt undanþágu frá skólasóknarreglum vegna félagslegra aðstæðna nemenda.

[1] Fjarvistastig nemenda eru reiknuð þannig, að gefin eru 0,3 fjarvistastig fyrir að koma of seint í kennslustund en 1,0 fyrir fjarvist úr kennslustund. Nemendur fá fjarvist mæti þeir í kennslustund eftir að hún er hálfnuð.

Síðast uppfært 7. júní 2021