Siðareglur NIVA

NIVA, nemendafélag VA, setti sér siðareglur í októbermánuði árið 2014 - sjá hér.

Markmið stjórnar NIVA er að tryggja að félagslíf skólans henti sem flestum og að skólabragur VA einkennist af virðingu og vináttu. 

Siðareglur NIVA:

  • tryggja að félagslíf skólans einkennist af virðingu, umhyggju, jafnrétti og lýðræði
  • skipuleggja ekki viðburði sem upphefja félagslega stéttaskiptingu meðal nemenda
  • fagna nýnemum í skólanum á jákvæðan hátt fyrir alla með uppbroti á skóladegi, hátíð og gleðistund
  • gæta að jöfnu kynjahlutfalli í stjórn nemendafélags og ráðum og nefndum á þeirra vegum
  • auglýsingar innan skólans, á Instagram, Snapchat, Facebook og aðrar á þeirra vegum ýti ekki undir staðalmyndir um hlutverk kynjanna, útlitsdýrkun eða fordóma af neinu tagi
  • hafa að leiðarljósi að ráða ekki skemmtikrafta sem gætu valdið einstaklingum innan skólans vanlíðan eða stuðlað að meiri fordómum eða minni virðingu fyrir ólíkum hópum í samfélaginu
  • vera fyrirmynd hvað varðar mannvirðingu, jafnrétti og jákvæð samskipti