Erasmus+ verkefni

Erasmus+ verkefni í VA

2020- 2023

KA229 - Samstarfsverkefni - Depend

 • Styrkupphæð: 31.088 evrur
 • Verkefnið er samstarfsverkefni með skólum í Ungverjalandi, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Noregi og felst í því að finna leiðir til þess að mæta ýmis konar fíknum, s.s. skjáfíkn og vímuefnum. Hóparnir hittast fimm daga í senn á hverjum stað og vinna að þematengdum viðfangsefnum. Í öllum ferðunum eru bæði nemendur og starfsfólk.

Birgir, Skúli, Ragnar, Alexander og Petra fóru í námsferð til Cakovec í Króatíu á haustönn 2022. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu DEPEND. Á myndinni má sjá þau með króatísku skipuleggjendunum.

 

Salóme, Petra, Styrmir og Snædís fóru í námsferð til Odda í Noregi á vorönn 2022. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu DEPEND.

Týr, Hildur og Birgir fóru í námsferð til Celje í Slóveníu á vorönn 2022. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu DEPEND.

Birgir og Salóme fóru í námsferð til Szeged á haustönn 2021. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu DEPEND.

2020- 2023

KA101 - Nám og þjálfun - Efling starfsnáms við VA með evrópsku samstarfi III

 • Styrkupphæð: 45.210 evrur
 • Verkefnið felst í styttri skiptinámsferðum nemenda í starfsnámi og ,,job-shadow" ferðum starfsmanna. Ferðir nemenda í verkefninu eru um 3 vikur. 

Bjartur Hólm, Leifur Páll og Þór Elí fóru í skiptinám til Mercantec í Viborg í Danmörku á vorönn 2022 að læra málm- og véltæknigreinar. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu Efling starfsnáms við VA með erlendu samstarfi III. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

2019 - 2022

KA102 - Nám og þjálfun -  Barist gegn brottfalli í VA II

 • Styrkupphæð: 16.740 evrur
 • Verkefnið felst í ferðum kennara á námskeið erlendis þar sem sjónum er annars vegar beint að notkun tækni til stuðnings við nám og kennslu og hins vegar að aðlögun nýbúa. 

Móses, Eyþór, Hreinn, Þorvarður og Viðar fóru í námsferð til Heraklion á Krít á vorönn 2022. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu Barist gegn brottfalli II. Þeir sóttu námskeið í þrívíddarhönnun sem mun nýtast skólanum afar vel við kennslu í skapandi greinum í Fab Lab smiðju skólans.

2018 - 2021

KA229 - Samstarfsverkefni - Will to MotivatE(U)

Smellið hér til að komast á heimasíðu verkefnisins.

 • Styrkupphæð: 37.384 evrur
 • Verkefnið er samstarfsverkefni með skólum  í Ungverjalandi, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Noregi og felst í því að efla áhugahvöt nemenda og starfsmanna. Hóparnir hittast fimm daga í senn á hverjum stað og vinna að þematengdum viðfangsefnum. Í sumum ferðum eru nemendur með og í öðrum er sjónum eingöngu beint að starfsfólki.

 

 

Kennarar frá öllum löndunum komu og luku verkefninu í Neskaupstað í ágúst 2021. Myndin er tekin í áhugahvetjandi umhverfi Mjóafjarðar. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

 

Salóme Rut, Þuríður Ragnheiður, Jónas Orri, Steinunn Dagmar og Ýr fóru í námsferð til Szeged í Ungverjalandi á haustönn 2019. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu Will to MotivatE(U). Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

 

Salóme Rut, Birgir, Atli Fannar og Steinunn Dagmar fóru í námsferð til Poggibonsi á Ítalíu á haustönn 2019. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu Will to MotivatE(U). Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

 

 

Salóme Rut, Þorbjörg Ólöf, Eva Björg og Þuríður Ragnheiður fóru í námsferð til Zelje í Slóveníu á vorönn 2019. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu Will to MotivatE(U). Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

2018 - 2021

KA101 - Nám og þjálfun - Efling starfsnáms við VA með evrópsku samstarfi II

 • Styrkupphæð: 75.428 evrur
 • Verkefnið felst í lengri og styttri skiptinámsferðum nemenda í starfsnámi, undirbúningi lengri ferða nemenda og ,,job-shadow" ferðum starfsmanna. Lengri ferðir nemenda í þessu verkefni eru rúmir fjórir mánuðir og styttri ferðir þrjár vikur. Samstarfsaðilar í verkefninu eru skólar í Viborg í Danmörku, Szeged í Ungverjalandi, Goslar í Þýskalandi og Soria á Spáni.

Halldóra Marín, Rebekka Rut og Þórir Snær fóru í skiptinám til Mercantec í Viborg í Danmörku á haustönn 2019 að læra nýsköpun og tækni. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu Efling starfsnáms við VA með erlendu samstarfi II. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

Benedikt Þór og Marta Guðlaug fóru í skiptinám til Goslar í Þýskalandi á vorönn 2019 að læra húsasmíði. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu Efling starfsnáms við VA með erlendu samstarfi II. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

Jónas Orri og Írena Fönn fóru í skiptinám til Szeged í Ungverjalandi á vorönn 2019, Jónas til að læra húsasmíði og Írena til að læra hársnyrtingu. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu Efling starfsnáms við VA með erlendu samstarfi II. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

 

2017 - 2018

KA101 - Nám og þjálfun - Efling starfsnáms við VA með evrópsku samstarfi

 • Styrkupphæð: 21.728 evrur
 • Verkefnið fólst í skiptinámsferðum nemenda og ,,job-shadow" ferðum kennara. 
Marta Guðlaug, Signý Sif, Kristín Joy, Kristín Jóna og Jóna María (talið frá vinstri) fóru í skiptinám til Mercantec í Viborg í Danmörku á lokaönn sinni í húsasmíði á vorönn 2018. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu Efling starfsnáms við VA með erlendu samstarfi.
Smellið á myndina til að sjá hana stærri.
 

2017 - 2018

KA102 - Nám og þjálfun -  Barist gegn brottfalli í VA

 • Styrkupphæð: 10.520 evrur
 • Verkefnið fólst í ferðum kennara á námskeið erlendis þar sem sjónum var annars vegar beint að speglaðri kennslu og hins vegar að því hvernig hægt er að reyna að draga úr brottfalli. 

Eydís Ásbjörnsdóttir, kennari við VA og Hildur Ýr Gísladóttir, námsráðgjafi við VA, sóttu námskeið í Ljubljana á haustönn 2017. Þar var sjónum beint að því hvernig hægt væri að berjast gegn brottfalli úr skólum. Á myndinni má sjá þær Eydísi og Hildi ásamt samnemendum sínum í Ljubljana. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu Barist gegn brottfalli í VASmellið á myndina til að sjá hana stærri.