Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun

Jafnréttisstefna 2023-2025

Verkmenntaskóli Austurlands (VA) hefur jafnrétti að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Jafnréttisstefna VA, sem samþykkt var á starfsmannafundi 16. maí 2023 og gildir til 31. maí 2025, byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði.

Markmið jafnréttisstefnu VA er að skapa jöfn tækifæri fyrir allt starfsfólk skólans og nemendur hans. Allir einstaklingar, nemendur og starfsfólk, skulu eiga jafna möguleika óháð aldri, búsetu, fötlun, kynjum, kynhneigðum, litarhætti, lífsskoðunum, menningu, stétt, trúarbrögðum, tungumáli, ætterni, þjóðerni og stöðu. Kynin skulu njóta jafns réttar að öllu leyti. Stefna skólans er að gæta fyllsta jafnréttis allra og að starfsfólk og nemendur séu metin og virt að verðleikum og á eigin forsendum. Í anda þessa leggur skólinn áherslu á að eftirfarandi markmiðum skuli náð m.a. með því að:

  • hafa skýra og skilvirka jafnréttisáætlun
  • gæta jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum skólans
  • vinna að jöfnum áhrifum fólks af öllum kynjum og uppruna í skólanum
  • vinna gegn allri mismunun á grundvelli kynja, þ.m.t. launamisrétti
  • vinna markvisst gegn fordómum
  • gera fólki af öllum kynjum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf
  • efla fræðslu um jafnréttismál
  • greina tölfræðiupplýsingar eftir kynjum og hópum í viðkvæmri stöðu
  • vinna gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni
  • útrýma hefðbundnum kynjahugmyndum og neikvæðum staðalímyndum
  • koma auga á og vinna gegn kynferðislegu einelti innan skólans

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Verkmenntaskóla Austurlands er órjúfanlegur hluti af starfsmannastefnu og jafnréttisstefnu skólans. Jafnlaunastefnan kveður á um markmið og aðgerðir sem eiga að tryggja starfsfólki þau réttindi sem kveðið er á um í 19. grein jafnréttislaga nr. 10/2008.

Í jafnréttisáætlun skólans er kveðið á um að öllum starfsmönnum séu greidd sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu og/eða jafnverðmæt störf. Laun skulu greidd eftir umfangi og eðli starfa óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Við launaákvarðanir skal tekið mið af þeim kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð. Forsendur launaákvarðana eru í samræmi við kjara- og stofnanasamninga skólans sem tryggja jöfn laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákvörðuð á sama hátt fyrir fólk af öllum kynjum.

Til þess að fylgja jafnlaunastefnunni eftir, skuldbindur Verkmenntaskóli Austurlands sig til að:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85, það skjalfest og því viðhaldið.
  • Framkvæma árlega launagreiningu og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Árlega skal fara fram innri úttekt og rýni stjórnenda.
  • Fylgja viðeigandi lögum og reglum sem eru í gildi á hverjum tíma.
  • Kynna stefnuna fyrir starfsmönnum og hafa hana aðgengilega á vef skólans.

Skólameistari ber ábyrgð á jafnlaunastefnu skólans.

 

Samþykkt 3. desember 2019

 Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi

Við VA er starfandi jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi sem hafa það hlutverk að fylgjast með því að jafnréttisstefnu skólans sé fylgt.

Helstu verkefni jafnréttisnefndar og jafnréttisfulltrúa eru að:

  • endurskoða jafnréttisstefnu skólans á tveggja ára fresti
  • hafa eftirlit með að jafnréttisáætluninni sé framfylgt
  • hafa eftirlit með að lögum um jafnréttismál sé fylgt
  • birta reglulega upplýsingar um stöðu jafnréttismála í skólanum
  • vera til ráðgjafar ef upp koma ágreiningsmál er varða jafnrétti
  • standa að fræðslu um jafnréttismál

 Aðgerðaáætlun VA

 

Starfsfólk: VA setur sér eftirfarandi aðgerðaáætlun til að tryggja starfsfólki sínu jafnrétti

Launajafnrétti

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Að fólk af öllum kynjum fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf.

Viðhald og þróun jafnlaunakerfisins. Kerfið og ferlar þess þróaðir í gegnum innri úttektir og rýni stjórnenda.

Gæðastjóri og skólameistari.

Á gildistíma áætlunarinnar.

Viðmið við ákvörðun launa og annarra starfskjara, þ.m.t. yfirvinnu, skulu ekki fela í sér kynjamismunun.

Innri úttektir.

Launagreiningar tvisvar á ári.

Skólameistari og fjármálastjóri.

Innri úttektir eru gerðar allt árið.

Greiningar eru gerðar í lok haustannar og í lok vorannar.

Vinna gegn óútskýrðum launamun.

Launagreiningar tvisvar á ári.

Skólameistari og fjármálastjóri.

Greiningar eru gerðar í lok haustannar og í lok vorannar.

Allt starfsfólk skal upplýst um að jafnlaunakerfi er innleitt og því viðhaldið í stofnuninni.

Kerfið og þættir þess kynntir reglulega.

Síðan er mælt hvort starfsfólk sé upplýst um það í lok hvers skólaárs.

Gæðastjóri.

Mæling framkvæmd í lok hvers skólaárs.

 Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun

 

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Laus störf við VA standi fólki af öllum kynjum til boða.

Þegar störf eru auglýst skal gæta að því að ljóst sé að þau séu í boði fyrir öll kyn.

Skólameistari.

Á gildistíma áætlunarinnar.

Jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópi VA.

Ef jafn hæfir aðilar sækja um skal ráða þann sem er af því kyni sem hallar á.

Skólameistari.

Á gildistíma áætlunarinnar.

Starfsfólk sem vinnur sambærileg störf skulu hafa jafnan aðgang að starfsþjálfun og endurmenntun.

Við gerð endurmenntunaráætlunar skal gæta að kynjasamþættingu og tryggja að starfsfólk hafi jafnan aðgang að endurmenntun.

Skólameistari.

Á gildistíma áætlunarinnar.

Efla kynjafræðiþekkingu starfsfólks.

Boðið er upp á a.m.k. eitt námskeið tengt jafnrétti á ári fyrir starfsfólk. Jafnréttisnefnd sér auk þess um að hvetja starfsfólk til þátttöku í kynjafræðitengdum fræðsluviðburðum.

Skólameistari og

jafnréttisfulltrúi

Á gildistíma áætlunarinnar.

 

 Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Starfsfólki sé gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu.

Sýndur er almennur skilningur og gefin sveigjanlegur vinnutími eins og kostur er.

Skólameistari.

Á gildistíma áætlunarinnar.

 Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreini og kynferðisleg áreitni

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum.

Fylgja eftir EKKO áætlun gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi

Jafnréttisnefnd, öryggisvörður og öryggistrúnaðarmaður.

Fyrir lok árs 2025.

 

Nemendur: VA setur sér eftirfarandi aðgerðaáætlun til að tryggja nemendum sínum jafnrétti

Menntun og skólastarf

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Gætt skal að þörfum allra við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal íþrótta- og tómstundastarfi.

Innan skólans á sjónarhorn jafnréttis að vera fléttað saman við stefnumótunarferli og ákvarðanatöku. Þannig eru allar ákvarðanir rýndar með jafnrétti í huga áður en þær eru teknar.

Sjónarmið ólíkra hópa fá að heyrast þegar stefna skólans er mótuð.

Skólameistari.

Á gildistíma áætlunarinnar.

Nemendur fái fræðslu um jafnréttismál.

Kennarar skulu flétta jafnrétti inn í kennslu sína, bæði efni og aðferðir.

 

Kennarar og deildarstjórar.

 

Á gildistíma áætlunarinnar.

 

 

Að búa nemendur af öllum kynjum undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi.

Gera skal áfanga í kynjafræði að skylduáfanga á öllum brautum skólans.

 

Jafnréttisvika verði árlegur viðburður.

Skólameistari og jafnréttisnefnd.

 

Fyrir haust 2024.

 

Að kennslu- og námsgögn mismuni ekki kynjum og viðkvæmum hópum.

Námsbækur og námsgögn sem mismuna kynjum og viðkvæmum hópum á einhvern hátt skulu ekki notuð.

Skólameistari, deildarstjórar og kennarar.

Á gildistíma áætlunarinnar.

Í námsráðgjöf og starfsfræðslu fái allir nemendur sömu fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf.

Allt kynningarefni skal sýna fólk af öllum kynjum.

Einkum er þetta mikilvægt í iðngreinum þar sem kynjaskekkja er töluverð.

Skólameistari og náms- og starfsráðgjafi.

Á gildistíma áætlunarinnar.

 Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Koma í veg fyrir kynferðiseinelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi í skólanum.

Nemendur fá fræðslu um mikilvægi þess að setja mörk og virða mörk annarra.

Nemendur fá fræðslu um hvað kynferðiseinelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi er.

 

EKKO áætlun VA kynnt fyrir nemendum.

Skólameistari og jafnréttisfulltrúi.

 

Skólameistari og jafnréttisfulltrúi.

 

Skólameistari og náms- og starfsráðgjafi.

Á gildistíma áætlunarinnar.

 

 Félagslíf og nemendafélag

 

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Nemendafélag fái fræðslu um jafnréttismál og þeirra ábyrgð í upphafi hvers skólaárs.

 

Nemendafélag og félagslífsfulltrúi eru boðuð á fund með jafnréttisnefnd í upphafi hvers skólaárs þar sem m.a. siðareglur NIVA verða kynntar fyrir nemendafélagi.

Félagslífsfulltrúi, jafnréttisnefnd og skólameistari.

Á gildistíma áætlunarinnar.

 

Jafnréttissjónarmið einkenni félagslíf, skemmtanir og viðburði á vegum nemendafélags skólans.

Eftirlit haft með dagskrá og viðburðum nemendaráðs m.t.t. til kynjajafnréttis og aðgengismála.

Félagslífsfulltrúi, nemendaráð og skólameistari.

Á gildistíma áætlunarinnar.

 

 

 

Endurskoðun og eftirfylgni: VA setur sér eftirfarandi aðgerðaáætlun til að tryggja endurskoðun og eftirfylgni aðgerða sem tilgreindar eru í jafnréttisstefnu skólans

Endurskoðun og eftirfylgni

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Áætlun sem þessi þarf að vera endurskoðuð og uppfærð.

Farið er yfir jafnréttisstefnu og áætlun í upphafi hvers skólaárs.

 

Jafnréttisnefnd veitir eftirfylgni varðandi verkefni áætlunarinnar og tekur þau út á fundum sínum.

 

Áætlunin í heild er síðan endurskoðuð á tveggja ára fresti.

Jafnréttisfulltrúi og jafnréttisnefnd.

Áætlun endurskoðuð og send í samþykktarferli fyrir lok skólaársins 2024-2025.