Umhverfissáttmáli

„Rekstur VA er og skal vera eins vistvænn og kostur er. Ávallt skal efla skilning nemenda, starfsmanna og annarra sem að skólastarfinu koma á umhverfi sínu ásamt því að auka virðingu fyrir náttúru landsins, auðlindum þess, orkunýtingu og endurvinnslu. Stuðla skal að menntun til sjálfbærni og lýðheilsu með heilbrigði og forvarnir í fyrirrúmi. Lýðræðisleg vinnubrögð skulu ávallt höfð að leiðarljósi í skólastarfi“.