Gervigreind (Artificial Intelligence, AI) er tækni sem reynir að líkja eftir mannlegri greind. Í því felst að tæknin er þjálfuð til að læra, túlka og vinna að verkefnum sem yfirleitt krefjast mannlegrar hugsunar. Gervigreind er að finna í mörgum tækjum sem við notum daglega, t.d. í símum, leitarvélum og fjölda annarra forrita. Þróun gervigreindar er hröð og aðgengi almennings að hinum ýmsu gervigreindartólum hefur aukist mikið á síðustu árum.
Við bendum sérstaklega á heimasíðu Háskóla Íslands um notkun á gervigreind - gervigreind.hi.is
Um notkun gervigreindar gilda sömu reglur og um notkun allra annarra heimilda og aðstoðar í námi. Vísa þarf til heimilda og munum að fara eftir fyrirmælum kennara um notkun á gervigreind. Gervigreind á að vera hjálpartæki til að afla upplýsinga og gagna en ekki verkfæri sem skrifar allt efni fyrir okkur á skilaverkefnum.