Fréttir

Sumarleyfi - lokun skrifstofu

Skrifstofa VA verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 19. júní til þriðjudagsins 3. ágúst kl. 10:00. Ef einhver þarf nauðsynlega að ná í skólann á meðan skrifstofan er lokuð er hægt að senda tölvupóst til skólameistara, lilja@va.is Njótið sumarsins - hlökkum til að taka á móti ykkur í ágúst!
Lesa meira

Brautskráning í fjárhúsinu

Eins og gengur og gerist koma nemendur skólans víðs vegar að og hafa ýmsum hnöppum að hneppa samhliða náminu. Á laugardaginn brautskráðist Guðný Drífa Snæland af námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa og leikskólaliða sem kennd er í fjarnámi. Hún gat ekki verið viðstödd athöfnina en gat þá notið beinu útsendingarinnar í gegnum Youtuberás skólans. Guðný fylgdist klökk með athöfninni úr fjárhúsinu enda er nú tíminn þar sem sauðburður er í sveitum landsins. Það eru svo sannarlega tækifæri til að taka virkan þátt í náminu í VA sama hverjar aðstæðurnar eru. Á myndinni má sjá Guðnýju fylgjast með athöfninni úr fjárhúsinu.
Lesa meira

28 nemendur brautskráðust í dag

Fyrr í dag fór fram brautskráning frá Verkmenntaskóla Austurlands í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Brautskráningin var lituð af samkomutakmörkunum líkt og í fyrra en þó voru gestir í salnum í þetta sinn. Takmarkaður fjöldi gesta mátti fylgja hverjum útskriftarnema og var því athöfninni streymt í beinni útsendingu í gegnum YouTuberás skólans. Alls brautskráðust 28 nemendur af 10 námsbrautum en það er lýsandi fyrir hið fjölbreytta námsframboð skólans.
Lesa meira

Námsmatssýning 20. maí

Námsmats- og prófasýning verður fimmtudaginn 20. maí kl. 12:00 – 13:00
Lesa meira

Dagsetningin stoppar í frystinum

Nú stendur yfir innleiðing á Grænum skrefum í ríkisrekstri. Eitt af verkefnunum þar er að í mötuneyti og á kaffistofum séu upplýsingar til starfsmanna og gesta um að draga úr matarsóun.
Lesa meira

Plokkvinnustofa

Síðastliðna viku hefur áhersla verið á að nemendur og starfsfólk hugi sérstaklega vel að umhverfi sínu. Allir voru hvattir til þess að tína upp rusl innanhúss og utan og setja í viðeigandi flokkun.
Lesa meira