Fréttir

Átt þú rétt á jöfnunarstyrk?

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.menntasjodur.is Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á heimasíðu menntasjóðs, www.menntasjodur.is, eða island.is. Umsóknarfrestur vegna vorannar 2021 er til 15. febrúar næstkomandi! Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum getur þú sent fyrirspurn á menntasjodur@menntasjodur.is.
Lesa meira

Töflubreytingar

Töflubreytingar eiga sér stað til og með 25. janúar.
Lesa meira

Afsláttur af skólabókum hjá IÐNÚ

VA er einn af aðildarskólum og fær þess vegna þetta góða tilboð. Tilboðið gildir bæði í verslun IÐNÚ, Brautarholti 8 og í vefverslun.
Lesa meira

Gettu betur hefst

Á morgun, mánudaginn 4. janúar, hefst spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur. Lið VA mun hefja leik í fyrstu keppni kvöldsins. Undirbúningur fyrir keppnina hefur staðið undanfarna mánuði en eins og svo margt annað var hann í heldur óhefðbundnu formi vegna þeirra takmarkana sem hafa verið á skólastarfi. Lið VA annað kvöld verður skipað þeim Helenu Lind Ólafsdóttur, Hlyni Karlssyni og Ragnari Þórólfi Ómarssyni. Keppnin hefst kl. 19:00 og verður í beinni útsendingu á vefvarpinu Rúv núll, http://ruv.is/null Áfram VA!
Lesa meira