Námsframboð vorannar 2026

Námsframboð vorannar er nú opið á heimasíðu VA og má finna hér

Umsóknir fyrir dagskóla eru opnar frá 1.nóvemer - 1. desember 2025 og umsóknir í dreif- og fjarnám opna þann 3. nóvember n.k. 

Valdagur verður haldinn þann 22. október fyrir dagskólanema og koma nánari upplýsingar um fyrirkomulag dagsins þegar nær dregur. Valvika verður 20.-24. október fyrir dreif- og fjarnema. Athugið að þessar dagsetningar eiga eingöngu við um nemendur sem eru nú þegar nemendur skólans og jafngildir val fyrir vorönn skráningu í skólann. 

Þeir nemendur sem stefna á útskrift vorið 2026 eru beðnir að fylla út þetta eyðublað hér: Skráning til útskriftar 2026