Vinnustofur hefjast í dag

Í dag, miðvikudaginn 20. ágúst, hefjast vinnustofur samkvæmt vinnustofutöflu sem finna má hér

Nemendur geta valið um vinnustofur til að vinna í frá þriðjudegi til föstudags. Við minnum á að nemendur bera sjálfir ábyrgð á námi sínu og þurfa því að nýta vinnustofurnar vel.

Allir nemendur hafa aðgang að vinnustofum, svo nemendur í dreif- og fjarnámi við skólann eru velkomnir að nýta sér þær eftir þörfum. Mætingarskylda er hinsvegar í vinnustofur fyrir dagskólanemendur og mæting skráð. 

Nokkur hagnýt ráð hér: 

  • Skipuleggið vikuna ykkar vel 
  • Hafið yfirsýn yfir hvaða verkefnum þarf að skila í hverri viku 
  • Finnið hvar kennararnir ykkar eru staddir í vinnustofum og á hvaða dögum 
  • Verið dugleg að biðja um aðstoð í vinnustofum