Haustganga í fallegu októberveðri

Í dag var haldið í hina árlegu haustgöngu VA í fallegu haustveðri. Farið var með rútu upp í Oddsdal þar sem gengið var niður Hátúnið og niður meðfram Hengifossi í Seldal. Stoppað var í Blóðbrekkunum við Höllustein þar sem Pjetur St. Arason fræddi nemendur og starfsfólk um þjóðsögu af ófrískri konu sem Halla hét. 

Þegar komið var í Seldal buðu húsverðirnir okkar, þeir Jói og Beddi upp á grillaðar pylsur og drykki áður en haldið var tilbaka í VA þar sem nemendur sóttu fræðslu í framhaldinu frá Endósamtökunum. 

Góður dagur sem nemendur og starfsfólk áttu saman utan skólabyggingarinnar. 

Myndir úr göngunni má sjá hér fyrir neðan.