Breyting á skóladagatali 2025-2026

Breyting hefur verið gerð á skóladagatali skólaársins 2025-2026. Komið var fyrir starfsþróunardegi kennara þann 27. febrúar 2026 og vetrarfrí sem var áætlað 20. febrúar verður kennsludagur í staðinn. Einnig færðist forvarnaþing sem var ráðgert 27. og 28. febrúar 2026 til 6. og 7. mars 2026.

Breyting var samþykkt á kennarafundi og af skólaráði.