Stofudagur í hárinu

Nemendur í hársnyrtiiðn stóðu fyrir stofudegi í dag þar sem nemendum, starfsfólki og öðrum áhugasömum stóð til boða að koma og fá hárþvott, klippingu og blástur milli kl. 10-12 í stofu 2.

Það má með sanni segja að þessi fyrsti stofudagur skólaársins hafi vakið mikla lukku og voru nemendur stanslaust að á meðan opnunin stóð yfir enda fjölmargir sem kíktu við. Frábært framtak hjá hársnyrtideildinni. 

Hér fylgja nokkrar myndir með úr stofunni.