Afmælisár VA 1986-2026

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð er vert að minnast á það að framundan er afmælisár Verkmenntaskóla Austurlands, sem fagnar 40 ára afmæli, en skólinn var formlega stofnaður þann 1. janúar árið 1986 þegar öll sveitarfélög á Austurlandi hófu þátttöku í uppbyggingu og rekstri skólans og tók þá við hlutverki Framhaldsskólans í Neskaupstað.

Áætlað er að halda upp á sjálft afmælið á haustdögum, en jafnframt er stefnt að ýmsum minni viðburðum bæði á vor- og haustönn. Þessir viðburðir verða auglýstir sérstaklega þegar nær dregur.

Við hlökkum til að fagna þessum tímamótum með sem flestum og vonumst til að bæði fyrrverandi og núverandi nemendur Verkmenntaskóla Austurlands taki þátt í afmælisárinu með okkur, ásamt fyrrverandi starfsmönnum og öðrum sem tengst hafa skólanum í gegnum tíðina. Það er einmitt þetta fólk sem hefur mótað skólann og gert hann að því sem hann er í dag.