Sjálfsmat

Verkmenntaskóli Austurlands (VA) starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 en þar er kveðið á um hvernig mati og eftirliti með gæðum skuli háttað í framhaldsskólum á Íslandi. 

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í framhaldsskólum er að:

  1. veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks framhaldsskóla, viðtökuskóla, atvinnulífs, foreldra og nemenda,
  2. tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár framhaldsskóla,
  3. auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum,
  4. tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

Við skólann er starfrækt umfangsmikið gæðakerfi en skólinn hlaut vottun á gæðakerfi sitt samkvæmt staðlinum ISO 9001 í upphafi árs 2021.  

Gæðakerfið felur í sér þá grunnhugsun að unnið sé að stöðugum umbótum í allri starfsemi skólans enda er slíkt forsenda framþróunar. Í kerfinu er starfsemi skólans lýst. Kerfið felur einnig í sér að unnið sé eftir settum vinnureglum. Er því ætlað að vísa til allra þeirra verka sem framkvæmd eru innan skólans ásamt stjórn­skipulagi hans. Með ákveðinni einföldun má setja kröfur ISO 9001 staðalsins fram með eftirfarandi mynd: