Síðustu dagar haustannar

Í dag, 11. desember er síðasti kennsludagur annarinnar. 

Námsmatsdagar standa yfir frá föstudeginum 12. desember til föstudagsins 19. desember en þann dag verða einkunnir nemenda birtar kl. 8:00 á INNU. Vekjum athygli á námsmatssýningu sem er milli kl. 11:30 - 12:30 sama dag en þar geta nemendur komið, hitt á kennara, skoðað sundurliðun einkunna og átt samtal um áfangana sína. 

Gangi öllum sem best á lokasprettinum.