Góð heimsókn frá Rafmennt

Á myndinni má sjá Þór Pálsson framkvæmdastjóra Rafmenntar ásamt nemendum á fyrsta ári í grunnnámi ra…
Á myndinni má sjá Þór Pálsson framkvæmdastjóra Rafmenntar ásamt nemendum á fyrsta ári í grunnnámi rafiðna þeim Valkyrju, Stefáni, Arnóri, Gunnari, Margréti og Hildi Dröfn deildarstjóra og kennara.

Í gær fengum við góða heimsókn frá Þór Pálssyni framkvæmdastjóra Rafmenntar og Hafdísi Reinaldsdóttur skrifstofustjóra Rafmenntar sem færðu Rafiðnaðardeild VA og nemendum á fyrsta ári vinnubuxur. 

Við þökkum Rafmennt kærlega fyrir góða heimsókn og þessa góðu gjöf sem nýtist nemendum okkar vel.