IOS 104 Iðngreinafræði og starfsgreinakynning

IOS 104

Nemendur eru á skipulagðan hátt látnir kynnast starfsumhverfi upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Kynntar eru greinar eins og: ljósmyndun, bókband, prentsmíð, prentun, margmiðlun, ljósvakamiðlun, blaðamennska, dagskrárgerð, vefsíðugerð, umbúðagerð og aðrar þær greinar sem tilheyra upplýsinga- og fjölmiðlagreinum. Kynningin fer fram með heimsóknum, notkun netsins, lestri tímarita, viðtölum o.s.frv. Nemendum er einnig kennt að skrifa umsókn um starf og byggja upp sína eigin starfsferilsskrá (CV). Nemendum eru kynntir þeir möguleikar sem taka við að loknu grunnnámi bæði í starfi sem faglærðir og ófaglærðir og einnig þeir möguleikar sem bjóðast til framhaldsnáms.
Fjallað er almennt um aðila atvinnulífsins, kjarasamninga, lífeyrissjóði tryggingar og önnur atriði sem lúta að samskiptum launþega og atvinnurekenda. Mælt er með að áfanginn verði kenndur á lokaönn grunnnáms.