MTG 103 Myndgreining, týpógrafía og grafísk hönnun

MTG 103

Undanfari MOF 103.
Farið er yfir hugtakanotkun í leturfræðum. Skilgreint er flokkunarkerfi leturs og uppruni leturforma rakin til verkfæra og tækniframfara. Sýnd eru tengsl leturs við formfræði og hvernig slík tengsl eru notuð við leturval. Ennfremur eru skoðuð tengsl leturs við hugmyndasögu. Farið er yfir hvernig letur er valið og staðsett með tilliti til mynda. Þetta er gert meðmyndgreiningum á efni sem er fyrir hendi og æfingum í kjölfarið. Fjallað er um grafíska hönnun sem aðferðafræði, þar sem val á letri og mynd er rökrétt niðurstaða og myndar heildrænt útlit. Garfísk hönnun skoðuð sem tíðarandi annars vegar og rökrétt skipulag á upplýsingum hins vegar.