SMT 101 Samtalstækni

SMT 101 Samtalstækni

Undanfari:

SAM 103

Áfangalýsing

Í áfanganum fá nemendur leiðsögn um uppbyggileg og markviss samskipti við foreldra og samstarfsfólk. Farið er yfir þætti sem varða framkomu, tjáningu, upplýsingagjöf og muninn á milli formlegs og óformlegs samtals. Farið er yfir þætti eins og virka hlustun, ýmsar tegundir spurnarforma, hvað felst í ,,ég -" og ,,þú-boðum", hvernig hvetja má til samstarfs, leysa má ágreining. Auk þess er farið yfir mikilvægi hvatningar. Þættir eins og hroki og ágengni, feimni og hlédrægni, eru einnig teknir fyrir.

Áfangamarkmið

Nemandi

geti sýnt uppbyggilega og markvissa framkomu

Efnisatriði:

Framkoma, tjáning, upplýsingagjöf, einkenni formlegra og skilvirkra samtala, virk hlustun, ýmsar tegundir spurningarform, ,,ég boð" og ,,þú boð", hrós og hvatning. Hroki og ágengni, feimni og hlédrægni.

Námsmat

fyrirlestur

Verkefni.

  • kennsla í hlutverkaleikjum.
  •  verkleg þjálfun á vinnustað.
  • sé fær um að tjá sig við samstarfsfólk og foreldra.
  • geti veitt upplýsingar með skýrum og greinilegum hætti.
  • þekki muninn á formlegu og óformlegu samtali.
  • þekki hvað felst í virkri hlustun, gildi hróss og gildi hvatningar.
  • þekki árangursrík spurningarform og hvað felst í ,,ég boðum" og ,,þú boðum".
  • þekki leiðir sem stuðla að bættum samskiptum.
  • þekki leiðir til að leysa úr ágreiningi og sé fær um að beita þeim.
  • þekki einkenni hroka og ágengni, feimni og hlédrægni og hvernig þau birtast í samskiptum.