STG 203 Starfsþjálfun

STG 203 Starfsþjálfun skólaliða í grunnskólum

Undanfari

STG 103

Áfangalýsing

Nemandi kynnist þáttum sem áhersla er lögð á í starfi með börnum á yngsta- og miðstigi í grunnskóla, t.d hópastarfi, skapandi starfi, hreyfingu og leikjum. Nemanda er einnig kynnt dagskipulag skólans og fær innsýn í hlutverk og ábyrgð starfsmanna í starfi. Vettvangsheimsóknin eða starfsþjálfunin er 50 klst eða 6 klst. í rúmlega 8 daga.

Starfsþjálfunin er í umsjón skólastjóra í viðkomandi grunnskóla. Kennari áfangans sækir um starfsþjálfun í samráði við nemanda. Viðkomandi framhaldsskóli gerir fyrir hönd nemenda samning við atvinnurekanda um starfsþjálfun. Í samningi er nánar gerð grein fyrir skyldum nemenda, menntastofnunar og atvinnurekanda.

Æskilegt er að þessi áfangi sé á annarri önn starfsnámsins. Þessi áfangi er þriggja eininga áfangi en þrjár einingar samsvara um 6 kennslustundum á viku meðan önnin varir. Skipulag áfangans er í höndum viðkomandi framhaldsskóla og grunnskóla. Æskilegt er að um sé að ræða samþætta kennslu í nokkra daga en áfanginn verði annars settur upp á þann hátt að skipulagið henti báðum aðilum, annars vegar nemanda m.t.t. stundaskrár og hins vegar starfsfólki viðkomandi grunnskóla.

Áfangamarkmið

Nemandi

  1.  fái kynningu áaðalnámskrá viðkomandi grunnskóla 
  2.  öðlist reynslu í daglegum störfum grunnskóla og ýmsum sértækum verkefnum sem snúa að lengdri viðveru barna og frístundum 
  3.  taki þátt í störfum samkvæmt dagskipulagi 
  4.  öðlist færni og reynslu í í samskiptum við börn á grunnskólaaldri 
  5.  þekki hlutverk og ábyrgð starfsmanna

     

Efnisatriði

Hlutverk grunnskóla, námskrá, samskipti, tilgangur dagskipulags, dagleg störf á vinnustað, leikurinn, hreyfing, skapandi starf , hlutverk og ábyrgð starfsmanns.

Námsmat

  1.  Vinnubók 
  2.  Verkefni
  3.  Umsögn