UMÖ 103 Ummönnun og daglegt starf

UMÖ 103 Umönnun, uppeldi og daglegt starf

Undanfari:

Uppeldisfræði 103

Áfangalýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á hlutverk og skyldur leik- og grunnskóla í uppeldi og kennslu barna. Nemendur öðlist þekkingu á daglegu skipulagi í leik og grunnskóla. Nemendur geri sér grein fyrir starfssviði starfsmanna í leik- og grunnskólum við uppeldi, kennslu og umönnun barna. Einnig að nemendur átti sig á ábyrgð starfsmanna sem fyrirmyndar og félagsmótunaraðila. Nemendur kynnist

Áfangamarkmið

Nemandi

  1.  þekki lög og reglugerðir um leik- og grunnskóla 
  2. • þekki aðalnámskrá leik- og grunnskóla
  3. • geti útskýrt tilgang og notkun skólanámskrár
  4. • þekki skipulagi leik- og grunnskóla
  5. • þekki hlutverk og ábyrgð starfsmanna leik- og grunnskóla
  6. • læri um áhrif samskipta á þróun sjálfsmyndar barna
  7. • geti gert grein fyrir mikilvægi jákvæðra viðhorfa og virðingar fyrir hverjum einstaklingi
  8. • þekki margmenningarlegt umhverfi

     

Efnisatriði

Lög og reglugerðir leik- og grunnskóla, aðalnámskrá leik- og grunnskóla, dæmi um skólanámskrá, þróun heilsdagsskóla, hlutverk starfsmanna, félagsmótun, samskipti, þróun sjálfsmyndar barna, þroski barna og sérkenni hvers og eins (eftir þjóðerni, fjölskyldugerð, uppeldi o.fl.).

Námsmat

 

  1. • Verkefni
  2. • Virkni og ástundun 
  3. • Skriflegt próf 

mismunandi uppeldisaðferðum með tilliti til þroska og aldurs barna. Kennslu í áfanganum er skipt í fyrirlestra, heimanám, verkefni, umræður og vettvangsnám.