UPP 103 Uppeldisfræði

UPP 103

Undanfari enginn

Uppeldis- og menntunarfræði

Lögð er áhersla á kynningu á fræðigreininni.Fjallað er um rætur hennar, sögu og hagnýtingu. Hugtakið uppeldi er skoðað og rætt. Hin ólíku viðhorf til mannlegs eðlis eru tekin til umfjöllunar í ljósi kenninga um menntun og uppeldi. Þróun uppeldis- og menntunarviðhorfa í Evrópu er lauslega kynnt ogvarpað ljósi á viðhorf kenningarsmiða á borð við Rousseau, Pestalozzi, Fröbel, Montessori og Dewey. Fjallað er um gildi bóklestrar, lista, íþrótta, og leiks í uppeldi. Þá eru fjölmiðlar og aðkoma þeirra að uppeldi brotnir til mergjar. Kynhlutverk, áföll og kvíðavaldar o.fl. er einnig tekið til umræðu.