VÖK122 Vökvatækni

Áfangalýsing:

Farið er yfir grunnatriði vökvafræði:  Þrýstingur, flæði, kraftur, vægi, lagnir, vökvi.  Reiknuð eru dæmi þar sem helstu atriði koma fram:  Kraftur tjakka, afl og vægi mótora, vökvaflæði, afköst dælu, sverleiki lagna, aflþörf kerfisins og fleira.

Farið í teikningalestur.  Einfaldar teikningar skoðaðar og skýrðar.  Flóknari teikningar greindar og metnar.

Bilanaleit tekin fyrir og unnin verkefni.

Markmið:

Að nemandinn öðlist þekkingu á grundvallaratriðum vökvafræðinnar.  Hann geti skilgreint virkni vökvakerfa bæði grunnatriði og flóknari.  Hann verði læs á kerfis-teikningar og geti nýtt þær við bilanaleit.  Hann fái þekkingu á frágangi við vökvalagnir.