Dreifnám - vorönn 2020

Vinnustofur í dreifnáminu verða sem fyrr á þriðjudögum og fimmtudögum. Hér má sjá dagsetningar á vinnustofum vorannar.

Smellið á töfluna til að sjá hana stærri. 

Áfangar í dreifnáminu er misjafnlega háðir aðstöðu á verkstæðum skólans og því er breytilegt hvort og þá hversu mikið kennarar í dreifnáminu eru til staðar í vinnustofum á kvöldin. Á meðan stór hluti er verklegur í sumum áföngunum þá eru aðrir fjarkenndir. Hér má sjá hvaða kennarar eru með viðveru í vinnustofum:


Þriðjudagar:

  • Þuríður Ragnheiður Sigurjónsdóttir kl. 17:00 – 21:00
  • Viðar Guðmundsson kl. 17:00 – 19:00
  • G. Arnar Guðmundsson kl. 17:00 – 21:00
  • Jón Bjarnason kl. 18:00 – 21:00 (dagskóli og dreifnám)

Fimmtudagar:

  • Hafliði Hinriksson kl. 17:00 – 21:00
  • Jón Valgeir Jónsson kl. 17:00 – 21:00
  • Víkingur Trausti Elíasson kl. 17:00 – 19:00
    • Ath. óreglulegar dagsetningar, upplýst á kennsluvef / í tölvupósti

Dreifnemum gefst einnig kostur á að koma í tíma í dagskóla þegar það hentar og er það þá gert í samráði við kennara í viðkomandi áfanga.

Lokapróf

Lokapróf hefjast samkvæmt skóladagatali 5. maí og er próftafla vorannar birt á heimasíðu skólans í janúar. Í sumum áföngum dreifnámsins eru lokapróf og fara þau fram skv. próftöflu. Ekki er heimilt að færa lokapróf til að öðru leyti en því að nemendur sem eru veikir þegar lokapróf fara fram geta skráð sig í sjúkrapróf. Slík skráning þarf að fara fram sama morgun og viðkomandi próf átti að fara fram og er gert með því að hafa samband við skrifstofu skólans.

Þjónusta námsráðgjafa

Í dreifnáminu, eins og öðru námi, er mikilvægt að stunda námið jafnt og þétt og hefjast handa strax í upphafi annar. Þetta er lykilatriði gagnvart árangri enda margir áfangar undir hjá flestum nemendum dreifnámsins. Dreifnemar geta svo nýtt sér þjónustu námsráðgjafa VA eftir þörfum - sjá hér.