Próf í dreifnámi

Námsmatsdagar á vorönn hefjast (með fyrirvara um breytingar) 9. maí.

Próftafla sem sýnir tímasetningu lokaprófa verður birt á heimasíðu skólans þegar líður á vorönn. Í sumum áföngum dreifnámsins eru lokapróf og fara þau fram skv. próftöflu.

Ekki er heimilt að færa lokapróf til að öðru leyti en því að nemendur sem eru veikir þegar lokapróf fara fram geta skráð sig í sjúkrapróf. Slík skráning þarf að fara fram sama morgun og viðkomandi próf átti að fara fram og er gert með því að hafa samband við skrifstofu skólans.