Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Verkmenntaskóla Austurlands er órjúfanlegur hluti af starfsmannastefnu og jafnréttisstefnu skólans. Jafnlaunastefnan kveður á um markmið og aðgerðir sem eiga að tryggja starfsfólki þau réttindi sem kveðið er á um í 19. grein jafnréttislaga nr. 10/2008.

Í jafnréttisáætlun skólans er kveðið á um að öllum starfsmönnum séu greidd sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu og/eða jafnverðmæt störf. Laun skulu greidd eftir umfangi og eðli starfa óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Við launaákvarðanir skal tekið mið af þeim kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð. Forsendur launaákvarðana eru í samræmi við kjara- og stofnanasamninga skólans sem tryggja jöfn laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákvörðuð á sama hátt fyrir fólk af öllum kynjum.

Til þess að fylgja jafnlaunastefnunni eftir, skuldbindur Verkmenntaskóli Austurlands sig til að:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85, það skjalfest og því viðhaldið.
  • Framkvæma árlega launagreiningu og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Árlega skal fara fram innri úttekt og rýni stjórnenda.
  • Fylgja viðeigandi lögum og reglum sem eru í gildi á hverjum tíma.
  • Kynna stefnuna fyrir starfsmönnum og hafa hana aðgengilega á vef skólans.

Skólameistari ber ábyrgð á jafnlaunastefnu skólans.

 

Samþykkt 3. desember 2019