AVV 102 Aflvélavirkjun

Aflvélavirkjun. Verklegur áfangi.
Nemendur öðlist innsýn í umgengni á vinnustað þar sem fram fer viðhald véla og viðgerðir.  Þeir kynnist verkfærum, tækjum og búnaði slíkra vinnustaða.  Nemendur kynnist jafnframt grundvallarvinnubrögðum í viðhaldi og viðgerðum brunahreyfla og búnaði sem því tengist.  Þeir kynnist tilgangi og verkun gíra og annars algengs búnaðar til aflyfirfærslu.