BLS 501 Blástur 5

BLS 501 Blástur 5

Undanfari: BLS 402

Áfangalýsing

Í áfanganum er stefnt að því að nemandi geti fengið þá útkomu sem hann óskar með þeim

verkfærum sem hann velur t.d.: blásara, bursta, sléttujárni, bylgjujárni eða krullujárni.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að

þekkja

  • tískustrauma hverju sinni.

geta

  • blásið dömu- og herrahár samkvæmt nýjustu tísku hverju sinni.
  • mótað hár með öllum verkfærum.
  • unnið verkið innan eðlilegra tímamarka.

hafa gott vald á

  • blæstri og vali á réttum verkfærum við hármótun.

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%