CAD122 Autodesk Inventor

Autodesk Inventor  - grunnnámskeið – málmiðnaðarmenn, tæknimenn

Þekking: Þátttakendur aflar þekkingar á undirstöðuatirðum í þrívíðri tölvustuddri hönnun. Hann skissar í forritinu og setur inn skýringar, efnis- og íhlutalista. Hann kann að stýra hreyfingum samsettra hluta og leiðrétta misfellur.

Hann leggur faglegt mat á verk sín og gerir þau þannig að þau eru nothæf fyrir breiðan hóp samstarfsmanna.

Leikni:  Þátttakandi getur valið eða mótað og staðsett íhluti í samsetningu. Hann býr til teikningar með vörpun, sniði, hlutmyndum og ísómetríu.

Hæfni: Þátttakandi hagnýtir þekkingu sína við aðstæður á vinnustað. Hann aflar sér frekari þekkingar í hönnun með Inventor og er fær um að miðla henni til samstarfsmanna og viðskiptavina.