ENS 303 Enska

ENS 303

Undanfari ENS203/212

Í þessum áfanga þjálfa nemendur sig enn frekar í lestri og tjáningu á ensku, munnlega og skriflega. Til að svo megi verða þarf að:
æfa lesskilning, þ.e. að nemandi verði læs á aðalatriði texta og uppbyggingu hans, hraðlestur,
æfa hlustun, þ.e. að grípa orðtök, skilja enskan orðhátt, ná samhengi í lýsingu,
ástunda enska samræðulist í para- og hópvinnu og í almennri umræðu,
skrifa á ensku mismunandi texta, s.s. stuttar ritgerðir, formleg og óformleg bréf, greinar, o.s.frv.,
æfa málfræðileg atriði og réttritun, auka við orðaforðann.