FÉL 403 Félagsfræði

FÉL 403

Undanfari 3X3

Aðferðafræði

Fjallað er um eðli og tilgang vísinda og helstu rannsóknaaðferðir félagsvísindanna. Kostir og gallar rannsóknaaðferða eru teknir til umræðu og mismunandi aðferðir bornar saman. Þá er fjallað um tengsl kenninga og rannsóknaaðferða. Rannsóknaferli er lýst og nemendur þjálfaðir í vísindalegum vinnubrögðum með einföldum verkefnum. Þá eru ýmsar siðferðilegar spurningar tengdar rannsóknum teknar til umfjöllunar svo og efnt til gagnrýninnar umræðu um meðferðog niðurstöðu rannsókna.